Innlent

Kom sér fyrir í sameign og veittist að lögreglu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan var kölluð til vegna manns í annarlegu ástandi sem komið hafði sér fyrir í sameign húss í Breiðholti.
Lögreglan var kölluð til vegna manns í annarlegu ástandi sem komið hafði sér fyrir í sameign húss í Breiðholti. Vísir/Vilhelm

Lögreglan þurfti að hafa afskipti af manni sem komið hafði sér fyrir í sameign í húsi í Breiðholti.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tilkynning um mann í annarlegu ástandi í húsi í Breiðholti skömmu eftir miðnætti.

Ku hann hafa komið sér fyrir í sameign hússins og ætlaði lögreglan að vísa honum út úr húsinu.

Maðurinn fór hins vegar ekki að fyrirmælum lögreglu, neitaði að gefa upp nafn og veittist að lokum að lögreglu.

Maðurinn var handtekinn og komið fyrir í fangageymslu lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×