Húsnæðisvandi verkafólks Agnieszka Ewa Ziólkowska skrifar 22. janúar 2022 15:01 Á síðustu árum hefur íbúðaverð á Íslandi hækkað óvenju mikið og langt umfram laun. Aukinn húsnæðiskostnaður hefur því grafið undan kaupmætti sem samið var um í síðustu kjarasamningum. Á sama tíma hefur ríkið nær alveg þurrkað út vaxtabótakerfið sem áður auðveldaði láglaunafólki að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði. Staðan á leigumarkaði hefur einnig verið erfið og einkennst af háu leiguverði, miklu óöryggi og lélegu húsnæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kjarafréttum Eflingar þar sem fjallað er um ófremdarástandið á húsnæðismarkaði. Þessi þróun hefur gert fólki erfiðara fyrir að eignast húsnæði, einkum lágtekjufólki eins og Eflingarfélögum. Áður hafði verkafólk félagslega húsnæðiskerfið og veglegt vaxtabótakerfi sem auðvelduðu húsnæðisöflun. Félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður árið 1999 og vaxtabótakerfið átti að koma í staðinn. En á síðustu átta árum hefur vaxtabótakerfið einnig verið lagt niður að mestu leyti. Á sama tíma hefur íbúðaverð hækkað upp úr öllum hæðum. Lágtekjufjölskyldur hafa tapað rúmlega 40.000 krónum í mánaðarlegar vaxtabætur frá árinu 2010. Það er umtalsverð kjaraskerðing. Þeir sem kaupa íbúð í fyrsta sinn og aðrir sem skipta um húsnæði þurfa því að skuldsetja sig meira en áður hefur tíðkast. Vegna þess hversu erfitt er að eignast húsnæði á Íslandi í dag hafa margir neyðst til að fara út á leigumarkaðinn. Þar er ástandið ekki betra. Skortur hefur verið á ódýru leiguhúsnæði og jafnvel þó bygging almennra leiguíbúða á vegum Bjargs og fleiri félaga hafi komið til frá 2016 þá dugar það hvergi nærri til að laga þann vanda sem fyrir var. Lítið framboð á húsnæði veldur ennfremur því að innflytjendur sem vinna í láglaunastörfum búa margir við ömurlegar aðstæður í ófullnægjandi atvinnuhúsnæði. Ekki batnar staðan þegar ferðamenn taka hluta af betra leiguhúsnæðinu í gegnum AirBnB og fleiri miðlanir. Stjórnvöld hafa ekki staðið við loforð til verkalýðshreyfingarinnar um að setja hömlur á ákvörðun leiguverðs og hækkanir þess frá einum tíma til annars. Almennt er leigumarkaðurinn á Íslandi óreglulegri og sveiflukenndari en leigumarkaðir á hinum Norðurlöndunum. Það þýðir að húsnæðisaðstæður þeirra sem ekki geta keypt sitt eigið eru afleitar. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir verkafólk, ekki síst innflytjendur og ungt fólk, sem neyðast frekar en aðrir til að fara inn á leigumarkaðinn. Þegar verkalýðshreyfingin samdi við stjórnvöld um að auka framlög til byggingar almennra leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum í tengslum við gerð kjarasamninga árið 2015 og svo þegar samið var um hlutdeildarlán í Lífskjarasamningnum 2019 þá var það ekki hluti af samkomulaginu að vaxtabótakerfið yrði aflagt í framhaldinu. Þetta áttu að vera viðbætur við kerfið eins og það var fyrir. Enda getur þetta ekki komið í staðinn fyrir félagslega húsnæðiskerfið og vaxtabótakerfið. Með því að leggja niður vaxtabótakerfið hafa stjórnvöld því komið aftan að verkalýðshreyfingunni. Húsnæðiskostnaður á Íslandi er nú einn sá hæsti í heimi, bæði fyrir þá sem búa í eigin húsnæði og leigjendur. Verðhækkanir á síðustu árum hafa verið óhóflegar og þó að leiga hafi ekki hækkað á meðan Kóvid-faraldurinn gengur yfir (vegna tímabundinnar fækkunar innflytjenda og erlendra ferðamanna) þá er viðbúið að hækkanir taki við á fullum krafti þegar uppsveifla atvinnulífsins eftir kreppuna fer af stað á ný. Staðan í húsnæðismálum er því mjög slæm, bæði fyrir eigendur og leigjendur. Verkalýðshreyfingin þarf að þrýsta á stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga að gerðar verði verulegar umbætur í húsnæðismálum. Það þarf að auka framboð á íbúðarhúsnæði, bæði til eignar og leigu. Einnig þarf að endurheimta vaxtabótakerfið og efla barnabótakerfið til að fólk ráði við að afla húsnæðis fyrir sig og sína. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir verka- og láglaunafólk og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur íbúðaverð á Íslandi hækkað óvenju mikið og langt umfram laun. Aukinn húsnæðiskostnaður hefur því grafið undan kaupmætti sem samið var um í síðustu kjarasamningum. Á sama tíma hefur ríkið nær alveg þurrkað út vaxtabótakerfið sem áður auðveldaði láglaunafólki að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði. Staðan á leigumarkaði hefur einnig verið erfið og einkennst af háu leiguverði, miklu óöryggi og lélegu húsnæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kjarafréttum Eflingar þar sem fjallað er um ófremdarástandið á húsnæðismarkaði. Þessi þróun hefur gert fólki erfiðara fyrir að eignast húsnæði, einkum lágtekjufólki eins og Eflingarfélögum. Áður hafði verkafólk félagslega húsnæðiskerfið og veglegt vaxtabótakerfi sem auðvelduðu húsnæðisöflun. Félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður árið 1999 og vaxtabótakerfið átti að koma í staðinn. En á síðustu átta árum hefur vaxtabótakerfið einnig verið lagt niður að mestu leyti. Á sama tíma hefur íbúðaverð hækkað upp úr öllum hæðum. Lágtekjufjölskyldur hafa tapað rúmlega 40.000 krónum í mánaðarlegar vaxtabætur frá árinu 2010. Það er umtalsverð kjaraskerðing. Þeir sem kaupa íbúð í fyrsta sinn og aðrir sem skipta um húsnæði þurfa því að skuldsetja sig meira en áður hefur tíðkast. Vegna þess hversu erfitt er að eignast húsnæði á Íslandi í dag hafa margir neyðst til að fara út á leigumarkaðinn. Þar er ástandið ekki betra. Skortur hefur verið á ódýru leiguhúsnæði og jafnvel þó bygging almennra leiguíbúða á vegum Bjargs og fleiri félaga hafi komið til frá 2016 þá dugar það hvergi nærri til að laga þann vanda sem fyrir var. Lítið framboð á húsnæði veldur ennfremur því að innflytjendur sem vinna í láglaunastörfum búa margir við ömurlegar aðstæður í ófullnægjandi atvinnuhúsnæði. Ekki batnar staðan þegar ferðamenn taka hluta af betra leiguhúsnæðinu í gegnum AirBnB og fleiri miðlanir. Stjórnvöld hafa ekki staðið við loforð til verkalýðshreyfingarinnar um að setja hömlur á ákvörðun leiguverðs og hækkanir þess frá einum tíma til annars. Almennt er leigumarkaðurinn á Íslandi óreglulegri og sveiflukenndari en leigumarkaðir á hinum Norðurlöndunum. Það þýðir að húsnæðisaðstæður þeirra sem ekki geta keypt sitt eigið eru afleitar. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir verkafólk, ekki síst innflytjendur og ungt fólk, sem neyðast frekar en aðrir til að fara inn á leigumarkaðinn. Þegar verkalýðshreyfingin samdi við stjórnvöld um að auka framlög til byggingar almennra leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum í tengslum við gerð kjarasamninga árið 2015 og svo þegar samið var um hlutdeildarlán í Lífskjarasamningnum 2019 þá var það ekki hluti af samkomulaginu að vaxtabótakerfið yrði aflagt í framhaldinu. Þetta áttu að vera viðbætur við kerfið eins og það var fyrir. Enda getur þetta ekki komið í staðinn fyrir félagslega húsnæðiskerfið og vaxtabótakerfið. Með því að leggja niður vaxtabótakerfið hafa stjórnvöld því komið aftan að verkalýðshreyfingunni. Húsnæðiskostnaður á Íslandi er nú einn sá hæsti í heimi, bæði fyrir þá sem búa í eigin húsnæði og leigjendur. Verðhækkanir á síðustu árum hafa verið óhóflegar og þó að leiga hafi ekki hækkað á meðan Kóvid-faraldurinn gengur yfir (vegna tímabundinnar fækkunar innflytjenda og erlendra ferðamanna) þá er viðbúið að hækkanir taki við á fullum krafti þegar uppsveifla atvinnulífsins eftir kreppuna fer af stað á ný. Staðan í húsnæðismálum er því mjög slæm, bæði fyrir eigendur og leigjendur. Verkalýðshreyfingin þarf að þrýsta á stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga að gerðar verði verulegar umbætur í húsnæðismálum. Það þarf að auka framboð á íbúðarhúsnæði, bæði til eignar og leigu. Einnig þarf að endurheimta vaxtabótakerfið og efla barnabótakerfið til að fólk ráði við að afla húsnæðis fyrir sig og sína. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir verka- og láglaunafólk og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar