Að sögn American Airlines beið lögregla eftir endurkomu vélarinnar til Miami þar sem konu á fimmtugsaldri var fylgt frá borði. Konan sé nú komin á bannlista flugfélagsins.
Konan var á fyrsta farrými og nokkuð við skál að sögn Steve Freemans, eins farþega flugsins.
„Áfengi kom mikið við sögu og ég var stressaður. Ég sá vel í hvað stefndi. Þau höfðu áminnt hana mikið við svo við bjuggumst eiginlega við þessu,“ hefur staðarmiðillinn Local 10 eftir honum.
Farþegar flugsins voru bókaðir í nýtt flug daginn eftir og voru svekktir líkt og búast mátti við.
Að sögn breska ríkissútvarpsins komu upp tæplega sex þúsund flugatvik í fyrra sem tengdust óþekkum flugfarþegum. Flest þeirra hafi tengst ágreiningi um grímunotkun.
Bandarísk flugmálayfirvöld segja 92 tilvik hafa komið upp, það sem af er ári, þar sem farþegar neituðu að bera grímu.
New Unruly Passenger Numbers since 1/1/22:
— The FAA (@FAANews) January 19, 2022
- 151 reports of unruly passengers
- 92 related to facemasks
- 32 investigations initiated
- 4 enforcement action cases initiated
Unruly Passenger Rate as of 1/9/22: 4.4 incidents per 10K flightshttps://t.co/ISiblzAzGi #FlySmart pic.twitter.com/UbF5UIqdcp