„Förum í leikinn til að vinna og ekkert kjaftæði“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2022 08:30 Guðmundur elskar slaginu gegn Dönum. vísir/epa „Þetta er skemmtilegt verkefni og ég hlakka til,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari spenntur fyrir öðrum dansi gegn sínum gömlu lærisveinum frá Danmörku. „Danir hafa verið í sérklassa og farið mjög auðveldlega í gegnum mótið til þessa. Þeir hafa líka getað skipt mikið og fá tveggja daga pásu fyrir leikinn en við aðeins einn. Það munar mikið um það. „Við höfum verið í gríðarlega erfiðum leikjum sem hafa kostað mikla orku þannig að það er smá áhyggjuefni. Það þýðir ekkert að fást um það. Við vitum hvað þeir geta þannig að þetta verður skemmtilegt verkefni.“ Eins og við mátti búast tala danskir fjölmiðlar mikið um tapið í Malmö fyrir tveimur árum síðan og þeir vilja hefnd núna. „Þeir ætla örugglega að jafna sinn hlut. Við erum samt búnir að spila vel og engin ástæða til að við förum í felur. Við teljum okkur vera með gott plan gegn þeim og svo sjáum við hvernig gengur. Ég hef fulla trú,“ segir þjálfarinn og hann hefur nýtt leikinn frá því fyrir tveimur árum til þess að kveikja í strákunum. „Nákvæmlega. Ég fór yfir þetta. Ég spurði strákana til hvers við værum komnir og hvert erum við komnir núna. Við þurfum að fylgja því eftir. Við höfum verið með svipað plan í eiginlega öllum leikjunum og ég sé ekki ástæðu til þess að breyta því núna. „Auðvitað gætu þeir komið með einhvern nýjan varnarleik gegn okkur en við verðum undir það búnir. En ég hef fulla trú á þessu þó svo ég geri mér grein fyrir því að þeir séu sigurstranglegri enda frábært lið. Við ætlum samt að fara í leikinn til að vinna og ekkert kjaftæði.“ Klippa: Guðmundur ætlar sér stóra hluti EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Enn versnar martraðarástandið hjá Alfreð og þýska landsliðinu Hvorki fleiri né færri en tólf leikmenn úr þýska landsliðinu í handbolta hafa nú greinst með kórónuveirusmit á Evrópumótinu í Slóvakíu og Ungverjalandi. 19. janúar 2022 15:24 186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. 19. janúar 2022 15:14 Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. 19. janúar 2022 14:01 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
„Danir hafa verið í sérklassa og farið mjög auðveldlega í gegnum mótið til þessa. Þeir hafa líka getað skipt mikið og fá tveggja daga pásu fyrir leikinn en við aðeins einn. Það munar mikið um það. „Við höfum verið í gríðarlega erfiðum leikjum sem hafa kostað mikla orku þannig að það er smá áhyggjuefni. Það þýðir ekkert að fást um það. Við vitum hvað þeir geta þannig að þetta verður skemmtilegt verkefni.“ Eins og við mátti búast tala danskir fjölmiðlar mikið um tapið í Malmö fyrir tveimur árum síðan og þeir vilja hefnd núna. „Þeir ætla örugglega að jafna sinn hlut. Við erum samt búnir að spila vel og engin ástæða til að við förum í felur. Við teljum okkur vera með gott plan gegn þeim og svo sjáum við hvernig gengur. Ég hef fulla trú,“ segir þjálfarinn og hann hefur nýtt leikinn frá því fyrir tveimur árum til þess að kveikja í strákunum. „Nákvæmlega. Ég fór yfir þetta. Ég spurði strákana til hvers við værum komnir og hvert erum við komnir núna. Við þurfum að fylgja því eftir. Við höfum verið með svipað plan í eiginlega öllum leikjunum og ég sé ekki ástæðu til þess að breyta því núna. „Auðvitað gætu þeir komið með einhvern nýjan varnarleik gegn okkur en við verðum undir það búnir. En ég hef fulla trú á þessu þó svo ég geri mér grein fyrir því að þeir séu sigurstranglegri enda frábært lið. Við ætlum samt að fara í leikinn til að vinna og ekkert kjaftæði.“ Klippa: Guðmundur ætlar sér stóra hluti
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Enn versnar martraðarástandið hjá Alfreð og þýska landsliðinu Hvorki fleiri né færri en tólf leikmenn úr þýska landsliðinu í handbolta hafa nú greinst með kórónuveirusmit á Evrópumótinu í Slóvakíu og Ungverjalandi. 19. janúar 2022 15:24 186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. 19. janúar 2022 15:14 Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. 19. janúar 2022 14:01 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Enn versnar martraðarástandið hjá Alfreð og þýska landsliðinu Hvorki fleiri né færri en tólf leikmenn úr þýska landsliðinu í handbolta hafa nú greinst með kórónuveirusmit á Evrópumótinu í Slóvakíu og Ungverjalandi. 19. janúar 2022 15:24
186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. 19. janúar 2022 15:14
Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. 19. janúar 2022 14:01