Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2022 14:01 Danir réðu ekkert við Aron Pálmarsson á EM fyrir tveimur árum, þegar Ísland vann heimsmeistarana í Malmö. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. Danmörk og Ísland mætast í Búdapest klukkan 19:30 annað kvöld. Bæði lið unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, þó að heimsmeistararnir hafi reyndar unnið sína leiki af mun meira öryggi eða aldrei með minna en níu marka mun. Ísland tryggði sig áfram með 31-30 sigri gegn Ungverjalandi í gær og Jensen telur að þær tölur hljóti að vekja upp slæmar minningar hjá dönsku þjóðinni. Aron reyndist dönsku vörninni plága Danmörk tapaði nefnilega einmitt 31-30 gegn Íslandi þegar liðin mættust í fullri höll af Dönum, í Malmö fyrir tveimur árum. Það var fyrsti leikur EM 2020 og Danir, sem urðu heimsmeistarar 2019 og 2021, urðu á endanum að sætta sig við að falla úr keppni þrátt fyrir að eina tap þeirra væri þetta tap gegn Íslandi. „Þetta gerðist eftir dramatík, þar sem Niklas Landin fékk rautt spjald, og sigurinn gat fallið hvoru megin sem var, en Íslendingarnir spiluðu yfir getu. Aron Pálmarsson var sérstaklega mikil plága fyrir dönsku vörnina,“ rifjaði Jensen upp en Aron skoraði tíu mörk í leiknum. „Gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn“ Hann virðist telja að lið Guðmundar Guðmundssonar gíri sig sérstaklega upp í leiki gegn Danmörku. Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn, í Ríó 2016, en skildi svo við liðið eftir heldur ljótar sögur af því að íþróttastjórinn Ulrik Wilbek hefði plottað með leikmönnum danska liðsins að bola Guðmundi í burtu á leikunum. „Það gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn. Það kviknar neisti í augum þeirra. Vonandi hafa dönsku leikmennirnir lært þetta. Ég lít á Ísland sem verðugan mótherja en breiddin í danska liðinu er mikið meiri,“ skrifar Jensen og bætir við að Danir hafi getað sparað kraftana og dreift álagi á meðan að Aron og Ómar Ingi Magnússon, lykilmenn Íslands, hafi virkað þreyttir undir lok leiks gegn Ungverjalandi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Sjá meira
Danmörk og Ísland mætast í Búdapest klukkan 19:30 annað kvöld. Bæði lið unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, þó að heimsmeistararnir hafi reyndar unnið sína leiki af mun meira öryggi eða aldrei með minna en níu marka mun. Ísland tryggði sig áfram með 31-30 sigri gegn Ungverjalandi í gær og Jensen telur að þær tölur hljóti að vekja upp slæmar minningar hjá dönsku þjóðinni. Aron reyndist dönsku vörninni plága Danmörk tapaði nefnilega einmitt 31-30 gegn Íslandi þegar liðin mættust í fullri höll af Dönum, í Malmö fyrir tveimur árum. Það var fyrsti leikur EM 2020 og Danir, sem urðu heimsmeistarar 2019 og 2021, urðu á endanum að sætta sig við að falla úr keppni þrátt fyrir að eina tap þeirra væri þetta tap gegn Íslandi. „Þetta gerðist eftir dramatík, þar sem Niklas Landin fékk rautt spjald, og sigurinn gat fallið hvoru megin sem var, en Íslendingarnir spiluðu yfir getu. Aron Pálmarsson var sérstaklega mikil plága fyrir dönsku vörnina,“ rifjaði Jensen upp en Aron skoraði tíu mörk í leiknum. „Gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn“ Hann virðist telja að lið Guðmundar Guðmundssonar gíri sig sérstaklega upp í leiki gegn Danmörku. Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn, í Ríó 2016, en skildi svo við liðið eftir heldur ljótar sögur af því að íþróttastjórinn Ulrik Wilbek hefði plottað með leikmönnum danska liðsins að bola Guðmundi í burtu á leikunum. „Það gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn. Það kviknar neisti í augum þeirra. Vonandi hafa dönsku leikmennirnir lært þetta. Ég lít á Ísland sem verðugan mótherja en breiddin í danska liðinu er mikið meiri,“ skrifar Jensen og bætir við að Danir hafi getað sparað kraftana og dreift álagi á meðan að Aron og Ómar Ingi Magnússon, lykilmenn Íslands, hafi virkað þreyttir undir lok leiks gegn Ungverjalandi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Sjá meira