Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2022 14:01 Danir réðu ekkert við Aron Pálmarsson á EM fyrir tveimur árum, þegar Ísland vann heimsmeistarana í Malmö. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. Danmörk og Ísland mætast í Búdapest klukkan 19:30 annað kvöld. Bæði lið unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, þó að heimsmeistararnir hafi reyndar unnið sína leiki af mun meira öryggi eða aldrei með minna en níu marka mun. Ísland tryggði sig áfram með 31-30 sigri gegn Ungverjalandi í gær og Jensen telur að þær tölur hljóti að vekja upp slæmar minningar hjá dönsku þjóðinni. Aron reyndist dönsku vörninni plága Danmörk tapaði nefnilega einmitt 31-30 gegn Íslandi þegar liðin mættust í fullri höll af Dönum, í Malmö fyrir tveimur árum. Það var fyrsti leikur EM 2020 og Danir, sem urðu heimsmeistarar 2019 og 2021, urðu á endanum að sætta sig við að falla úr keppni þrátt fyrir að eina tap þeirra væri þetta tap gegn Íslandi. „Þetta gerðist eftir dramatík, þar sem Niklas Landin fékk rautt spjald, og sigurinn gat fallið hvoru megin sem var, en Íslendingarnir spiluðu yfir getu. Aron Pálmarsson var sérstaklega mikil plága fyrir dönsku vörnina,“ rifjaði Jensen upp en Aron skoraði tíu mörk í leiknum. „Gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn“ Hann virðist telja að lið Guðmundar Guðmundssonar gíri sig sérstaklega upp í leiki gegn Danmörku. Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn, í Ríó 2016, en skildi svo við liðið eftir heldur ljótar sögur af því að íþróttastjórinn Ulrik Wilbek hefði plottað með leikmönnum danska liðsins að bola Guðmundi í burtu á leikunum. „Það gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn. Það kviknar neisti í augum þeirra. Vonandi hafa dönsku leikmennirnir lært þetta. Ég lít á Ísland sem verðugan mótherja en breiddin í danska liðinu er mikið meiri,“ skrifar Jensen og bætir við að Danir hafi getað sparað kraftana og dreift álagi á meðan að Aron og Ómar Ingi Magnússon, lykilmenn Íslands, hafi virkað þreyttir undir lok leiks gegn Ungverjalandi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira
Danmörk og Ísland mætast í Búdapest klukkan 19:30 annað kvöld. Bæði lið unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, þó að heimsmeistararnir hafi reyndar unnið sína leiki af mun meira öryggi eða aldrei með minna en níu marka mun. Ísland tryggði sig áfram með 31-30 sigri gegn Ungverjalandi í gær og Jensen telur að þær tölur hljóti að vekja upp slæmar minningar hjá dönsku þjóðinni. Aron reyndist dönsku vörninni plága Danmörk tapaði nefnilega einmitt 31-30 gegn Íslandi þegar liðin mættust í fullri höll af Dönum, í Malmö fyrir tveimur árum. Það var fyrsti leikur EM 2020 og Danir, sem urðu heimsmeistarar 2019 og 2021, urðu á endanum að sætta sig við að falla úr keppni þrátt fyrir að eina tap þeirra væri þetta tap gegn Íslandi. „Þetta gerðist eftir dramatík, þar sem Niklas Landin fékk rautt spjald, og sigurinn gat fallið hvoru megin sem var, en Íslendingarnir spiluðu yfir getu. Aron Pálmarsson var sérstaklega mikil plága fyrir dönsku vörnina,“ rifjaði Jensen upp en Aron skoraði tíu mörk í leiknum. „Gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn“ Hann virðist telja að lið Guðmundar Guðmundssonar gíri sig sérstaklega upp í leiki gegn Danmörku. Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn, í Ríó 2016, en skildi svo við liðið eftir heldur ljótar sögur af því að íþróttastjórinn Ulrik Wilbek hefði plottað með leikmönnum danska liðsins að bola Guðmundi í burtu á leikunum. „Það gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn. Það kviknar neisti í augum þeirra. Vonandi hafa dönsku leikmennirnir lært þetta. Ég lít á Ísland sem verðugan mótherja en breiddin í danska liðinu er mikið meiri,“ skrifar Jensen og bætir við að Danir hafi getað sparað kraftana og dreift álagi á meðan að Aron og Ómar Ingi Magnússon, lykilmenn Íslands, hafi virkað þreyttir undir lok leiks gegn Ungverjalandi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira