Segir réttlætanlegt að hafa Sherrock í úrvalsdeildinni vegna vinsælda hennar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 10:31 Hallardrottningin Fallon Sherrock náði ekki að komast á PDC-mótaröðina. getty/ Vinsældir Fallons Sherrock gætu réttlætt það að hún fengi úthlutað sæti í úrvalsdeildinni í pílukasti. Þetta segir Laura Turner, einn af sérfræðingur Sky Sports um pílukast. Sherrock mistókst að vinna sér þátttökurétt á PDC-mótaröðinni í síðustu viku. Þrátt fyrir það er ekki loku fyrir það skotið að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem átta bestu pílukastarar heims leiða saman hesta sína. Turner segist skilja rökin á bak við það að hafa Sherrock með í úrvalsdeildinni. „Hún hlýtur að einn verðmætasti í pílukastinu í augnablikinu. Hún er gríðarlega vinsæl og allir vilja sjá hana spila,“ sagði Turner. „Þú skilur einnig vonbrigði þeirra leikmanna sem voru kannski á brúninni að komast inn vegna peninganna sem eru í húfi en þetta snýst bara um hvernig þú horfir á þetta. Pílukast snýst jafn mikið um viðskipti og vinsældir eins og íþróttina sjálfa og skemmtun.“ Turner hallast þó frekar að því að Sherrock verði að bíða eitthvað lengur eftir því að fá að keppa í úrvalsdeildinni. „Það kæmi mér bæði á óvart ef hún yrði með og ef hún yrði ekki með. Þú getur réttlætt það með því hversu mikið fólk vill sjá hana spila en tilfinningin mín er að átta bestu leikmenn heims, eða átta af tíu bestu, fái sæti í úrvalsdeildinni,“ sagði Turner. Hún bætti við að Sherrock væri afar mikilvæg í því að auka áhuga almennings á pílukasti. „Þegar þú spyrð fólk hverja það sér reglulega í fjölmiðlum og hverja það talar um er hún risastórt nafn vegna þess sem hún hefur afrekað. Þetta er snúið. Þú vilt selja miða og hún hefur opnað heim pílukastsins fyrir alls konar fólk. Þetta eru ekki bara nýir áhorfendur heldur snýst þetta um útbreiðslu. Fjöldi fólks í Bandaríkjunum skipti af amerískum fótbolta til að horfa á Fallon keppa á HM,“ sagði Turner. „Þetta er það sem þú vilt. Þú vilt keppendur sem dregur aðra áhorfendur að. Þannig verður þetta stærrra og stærra. Þetta snýst um að finna milliveg milli vinsælda og viðskiptahliðarinnar og hugsa vel um leikmennina sem hafa gert vel undanfarin tvö ár eða svo.“ Sherrock skaust fram á sjónarsviðið þegar hún vann tvo leiki á HM 2020, fyrst kvenna. Hún keppti aftur á HM í ár en tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton í 1. umferð. Pílukast Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Sherrock mistókst að vinna sér þátttökurétt á PDC-mótaröðinni í síðustu viku. Þrátt fyrir það er ekki loku fyrir það skotið að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem átta bestu pílukastarar heims leiða saman hesta sína. Turner segist skilja rökin á bak við það að hafa Sherrock með í úrvalsdeildinni. „Hún hlýtur að einn verðmætasti í pílukastinu í augnablikinu. Hún er gríðarlega vinsæl og allir vilja sjá hana spila,“ sagði Turner. „Þú skilur einnig vonbrigði þeirra leikmanna sem voru kannski á brúninni að komast inn vegna peninganna sem eru í húfi en þetta snýst bara um hvernig þú horfir á þetta. Pílukast snýst jafn mikið um viðskipti og vinsældir eins og íþróttina sjálfa og skemmtun.“ Turner hallast þó frekar að því að Sherrock verði að bíða eitthvað lengur eftir því að fá að keppa í úrvalsdeildinni. „Það kæmi mér bæði á óvart ef hún yrði með og ef hún yrði ekki með. Þú getur réttlætt það með því hversu mikið fólk vill sjá hana spila en tilfinningin mín er að átta bestu leikmenn heims, eða átta af tíu bestu, fái sæti í úrvalsdeildinni,“ sagði Turner. Hún bætti við að Sherrock væri afar mikilvæg í því að auka áhuga almennings á pílukasti. „Þegar þú spyrð fólk hverja það sér reglulega í fjölmiðlum og hverja það talar um er hún risastórt nafn vegna þess sem hún hefur afrekað. Þetta er snúið. Þú vilt selja miða og hún hefur opnað heim pílukastsins fyrir alls konar fólk. Þetta eru ekki bara nýir áhorfendur heldur snýst þetta um útbreiðslu. Fjöldi fólks í Bandaríkjunum skipti af amerískum fótbolta til að horfa á Fallon keppa á HM,“ sagði Turner. „Þetta er það sem þú vilt. Þú vilt keppendur sem dregur aðra áhorfendur að. Þannig verður þetta stærrra og stærra. Þetta snýst um að finna milliveg milli vinsælda og viðskiptahliðarinnar og hugsa vel um leikmennina sem hafa gert vel undanfarin tvö ár eða svo.“ Sherrock skaust fram á sjónarsviðið þegar hún vann tvo leiki á HM 2020, fyrst kvenna. Hún keppti aftur á HM í ár en tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton í 1. umferð.
Pílukast Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira