„Hún kenndi okkur um eldinn, ljósið og myrkrið. Hún kenndi okkur að við erum öll tengd í gegnum vefinn - hver og einn að reyna finna sinn eigin stað í þessum heimi,“ skrifar Lovato um þýðinguna á bak við flúrið.
Húðflúrið markar ákveðin tímamót í lífi Lovato, en hán lauk nýverið meðferð eftir að hafa glímt við fíknisjúkdóm í þónokkur ár. Árið 2018 var hán hægt komið eftir að hafa tekið of stóran skammt fíkniefna.
„Ég er hætt að vera bara Kaliforníu-edrú. Eina leiðin er að vera edrú í alvöru,“ skrifar Lovato, en með „Kaliforníu-edrú“ á hán við að drekka áfengi og reykja kannabis, en neyta ekki sterkra fíkniefna.

Það var húðflúrarinn Dr. Woo sem gerði húðflúrið á Lovato. Þetta er ekki fyrsta húðflúrið sem hann gerir á hán, en hann flúraði texta úr laginu Infinite Universe á hán í tilefni 29 ára afmælis háns í ágúst síðastliðnum.
Húðflúr Lovato var á meðal þess sem farið var yfir í Brennslutei vikunnar á FM957 í morgun. Brennsluteið er venjulega í umsjón Birtu Lífar Ólafsdóttur. Hún var fjarri góðu gamni í morgun og fóru þau Kristín Ruth og Egill Ploder þess í stað yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins vestanhafs.
Í þættinum ræddu þau meðal annars um nýja kærustu Kanye West, samband þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson og vendingar í máli leikarans Alec Baldwin.
Hér að neðan má hlusta á Brennsluteið í heild sinni.