Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 21:51 Djokovic er fastur á flugvellinum í Ástralíu. EPA-EFE/IAN LANGSDON Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. Djokovic sagði stoltur frá því nýverið að hann hefði fengið undanþágu til að taka þátt á Opna ástralska en forráðamenn mótsins höfðu sett þá reglu að allir keppendur þyrftu að vera bólusettir. Djokovic er óbólusettur en virtist hafa tryggt sér áðurnefnda undanþágu. Vefur breska ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að Djokovic sé lentur í Ástralíu en fái ekki að fara inn í landið þar sem vegabréfsáritun hans stenst ekki skoðun. Honum verður flogið úr landi á morgun, fimmtudag, en lögfræðingar hans leita nú leiða til að tryggja þess að hann fái inngöngu í landið og geti tekið þátt í mótinu. Samkvæmt frétt BBC hafði teymið hans Djokovic ekki beðið um vegabréfsáritun sem veitir undanþágu þar sem hann er óbólusettur. Áströlsk yfirvöld segja að Djokovic hafi ekki sýnt nægjanleg sönnungargögn til að fá inngöngu í landið. Forsætisráðherra Ástralíu hefur tjáð sig um málið. Hann segir að reglur séu reglur. Mr Djokovic s visa has been cancelled. Rules are rules, especially when it comes to our borders. No one is above these rules. Our strong border policies have been critical to Australia having one of the lowest death rates in the world from COVID, we are continuing to be vigilant.— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 5, 2022 Djokovic hefur unnið 20 risatitla á ferlinum, þar af Opna ástralska níu sinnum. Hann hefur unnið mótið undanfarin þrjú ár en gæti nú farið svo að hann fái ekki tækifæri til að verja titilinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Djokovic sagði stoltur frá því nýverið að hann hefði fengið undanþágu til að taka þátt á Opna ástralska en forráðamenn mótsins höfðu sett þá reglu að allir keppendur þyrftu að vera bólusettir. Djokovic er óbólusettur en virtist hafa tryggt sér áðurnefnda undanþágu. Vefur breska ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að Djokovic sé lentur í Ástralíu en fái ekki að fara inn í landið þar sem vegabréfsáritun hans stenst ekki skoðun. Honum verður flogið úr landi á morgun, fimmtudag, en lögfræðingar hans leita nú leiða til að tryggja þess að hann fái inngöngu í landið og geti tekið þátt í mótinu. Samkvæmt frétt BBC hafði teymið hans Djokovic ekki beðið um vegabréfsáritun sem veitir undanþágu þar sem hann er óbólusettur. Áströlsk yfirvöld segja að Djokovic hafi ekki sýnt nægjanleg sönnungargögn til að fá inngöngu í landið. Forsætisráðherra Ástralíu hefur tjáð sig um málið. Hann segir að reglur séu reglur. Mr Djokovic s visa has been cancelled. Rules are rules, especially when it comes to our borders. No one is above these rules. Our strong border policies have been critical to Australia having one of the lowest death rates in the world from COVID, we are continuing to be vigilant.— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 5, 2022 Djokovic hefur unnið 20 risatitla á ferlinum, þar af Opna ástralska níu sinnum. Hann hefur unnið mótið undanfarin þrjú ár en gæti nú farið svo að hann fái ekki tækifæri til að verja titilinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira