Körfubolti

Leik Fjölnis og Breiða­bliks frestað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fjölnisstúlkur þurfa að bíða með að mæta botnliði Breiðabliks.
Fjölnisstúlkur þurfa að bíða með að mæta botnliði Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét

Leikur Fjölnis og Breiðabliks í Subway-deild kvenna sem fram átti að fara í Grafarvogi annað kvöld hefur verið frestað.

Í tilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands segir að leiknum sé frestað þar sem leikmenn botnliðs Breiðabliks eru í sóttkví sem og einangrun. Stefnt er að því að finna nýjan leikdag sem fyrst.

Þá var þegar búið að fresta leik Hauka og toppliðs Njarðvíkur í sömu deild. Hann átti einnig að fara fram annað kvöld.

Fjölnir er jafnt Njarðvík að stigum á toppi deildarinnar en Suðurnesjaliðið á þó leik til góða. Breiðablik situr á botni Subway-deildarinnar með aðeins tvö stig.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.