Körfubolti

DeMar DeRozan hetja Bulls annan daginn í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fyrir leiknum!
Fyrir leiknum! vísir/Getty

Það var mikið um dýrðir í NBA körfuboltanum í Bandaríkjanum á fyrsta degi ársins 2022 og DeMar DeRozan byrjar nýja árið á ótrúlegan hátt.

Gríska undrið Giannis Antetokounmpo fór fyrir sínu liði Milwaukee Bucks, þegar liðiði lagði New Orleans Pelicans örugglega að velli, 136-113. Giannis var algjörlega magnaður; skoraði 35 stig, tók 16 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. 

DeMar DeRozan byrjar nýja árið á algjörlega ótrúlegan hátt en annan daginn í röð tryggði hann Chicago Bulls dramatískan sigur með lokakörfu leiksins á lokasekúndunni. 

Í gærkvöldi skoraði hann þriggja stiga körfu til að tryggja Chicago Bulls eins stigs sigur á Washington Wizards en á nýársnótt gerði hann einnig þriggja stiga körfu og tryggði Bulls tveggja stiga sigur á Indiana Pacers.

Úrslit næturinnar

Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 136-113

Detroit Pistons - San Antonio Spurs 117-116

Washington Wizards - Chicago Bulls 119-120

Brooklyn Nets - Los Angeles Clippers 116-120 

Houston Rockets - Denver Nuggets 111-124

Utah Jazz - Golden State Warriors 116-123

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.