Fótbolti

Eiður Smári segist ekki hafa orðið KSÍ að falli

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen þegar allt lék í lyndi.
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen þegar allt lék í lyndi. Vísir/Jónína Guðbjörg

Eiður Smári Guðjohnson, einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari, lét í sér heyra á twitter. Tilefni færslunnar er fyrirsögn sem birtist í gærmorgun.

Fyrirsögnin var eftirfarandi: „Bæjarferð Eiðs Smára upphafið að falli KSÍ“, en fyrirsögnin var tilvitnun í íþróttafréttakonuna Evu Benediktsdóttur sem var gestur ásamt öðrum íþróttafréttamönnum í þættinum Dagmál sem er þáttur í umsjá Bjarna Helgasonar og birtist á vef Morgunblaðsins.

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur eins og alþjóð veit verið í talsverðum vandræðum á árinu vegna ofbeldismála landsliðsmanna og viðbragða við þeim. Guðni Bergsson, formaður,  þurfti að segja af sér og Eiði sjálfum var sagt upp sem aðstoðarþjálfara eftir að landsliðsmenn og starfslið fengu sér í tána eftir síðasta leikinn í undankeppni Evrópumótsins.

Eiður Smári er ekki alveg sammála þessari greiningu og birti færslu á twittersíðu sinni sem er frekar einföld. Hann bendir á að hann hafi verið í landsliðum og í kringum landsliðið í 30 ár svo það sé erfitt að klína falli KSÍ á hann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.