Sport

Rydz sjóðheitur sem fyrr en veiran setur áfram strik í reikninginn

Sindri Sverrisson skrifar
Callan Rydz hefur farið á kostum á HM.
Callan Rydz hefur farið á kostum á HM. Getty/Zac Goodwin

Callan Rydz heldur áfram að fara á kostum á HM í pílukasti í Alexandra Palace í Lundúnum.

Rydz hefur ekki tapað einu einasta setti á mótinu til þessa og það breyttist ekki þegar hann mætti Nathan Aspinall, sem raðað var í 10. sæti fyrir mótið, og vann 4-0 sigur.

Hinn 23 ára gamli Rydz mætir sigurvegaranum úr leik Peter Wright og Ryan Searle í 16 manna úrslitunum.

Skotinn Alan Soutar vann Portúgalann Jose de Sousa 4-3 fyrr í dag eftir æsispennandi leik.

Í oddasettinu var Soutar kominn 2-1 yfir og átti 136 stig eftir sem hann átti ekki í vandræðum með að afgreiða með síðustu þremur pílum leiksins.

Dave Chisnall bættist hins vegar í hóp þeirra sem hafa þurft að hætta keppni vegna kórónuveirusmits og því komst Luke Humphries áfram í 16-manna úrslitin án þess að svitna.


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×