Körfubolti

Sara stigahæst og tók stórt skref að undanúrslitunum

Sindri Sverrisson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir í landsleik með Íslandi í Rúmeníu, þar sem hún spilar í vetur.
Sara Rún Hinriksdóttir í landsleik með Íslandi í Rúmeníu, þar sem hún spilar í vetur. Getty/Alex Nicodim

Sara Rún Hinriksdóttir, körfuboltakona ársins, fór á kostum með liði Phoenix Constanta í Rúmeníu í dag þegar liðið fór langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum rúmensku bikarkeppninnar.

Phoenix vann Targoviste með 21 stigs mun, 77-56, og er því í góðum málum fyrir seinni leik liðanna sem fram fer 5. janúar.

Sara var stigahæst í sínu liði með 18 stig og tók auk þess níu fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Phoenix var sex stigum yfir í hálfleik, 37-31, en náði að búa sér til gott forskot í seinni hálfleiknum fyrir seinni leikinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.