Van Gerwen afar ósáttur við mótshaldara: „Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2021 09:00 Michael van Gerwen er afar vonsvikinn eftir að hafa þurft að hætta keppni á HM í pílukasti. getty/Andrew Redington Michael van Gerwen sendi skipuleggjendum heimsmeistaramótsins í pílukasti tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Van Gerwen átti að mæta Chris Dobey í síðasta leik gærdagsins en ekkert varð af honum eftir að Hollendingurinn greindist með veiruna. Hann fær því ekki tækifæri til að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil. Landi Van Gerwens, Vincent Van Der Voort, þurfti einnig að draga sig úr keppni eftir að hafa smitast af veirunni. Þá greindist þriðji Hollendingurinn, Raymond Van Barneweld, með veiruna eftir að hann féll úr keppni eftir tap fyrir Rob Cross. Van Gerwen lýsti vonbrigðum sínum yfir stöðu mála í samtali við hollenska miðilinn AD Sportwereld. „Auðvitað er heilsan það mikilvægasta en þú ert hérna til að vinna mótið. Ég átti ekki von á þessu. Við Vincent höfum varla farið neitt. Við fórum ekki einu sinni í morgunmat á hótelinu því okkur fannst of margir þar,“ sagði Van Gerwen. „Ég sá þetta öðruvísi fyrir mér. Þetta er versta martröðin. Ég prófa mig á hverjum degi. Ég veit ekki hvar ég fékk þetta en við sitjum í súpunni.“ Van Gerwen finnst sem mótshaldarar geti gert meira til að hefta útbreiðslu veirunnar og lýsir Alexandra höllinni, þar sem HM fer fram, sem hálfgerðri gróðrastíu fyrir veiruna. „Þeir eiga að prófa alla við innganginn á hverjum einasta degi en gera það ekki. Samkvæmt fyrirmælum bresku ríkisstjórnarinnar er það ekki nauðsynlegt en til að verja samtökin okkar og mótið hefði það verið hjálplegt,“ sagði Van Gerwen. „PDC samtökin munu alltaf segja að þau hafi fylgt öllum reglum en þau hefðu getað gert þetta betur. Það hefur ekki verið nógu styrk stjórn. Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna og ég varð fyrir barðinu á því. Ég gerði ekkert sem gerir þetta enn meira svekkjandi.“ Dobey, sem átti að mæta Van Gerwen í gær, mætir annað hvort Dave Chisnall eða Luke Humphries í sextán manna úrslitum. Pílukast Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Van Gerwen átti að mæta Chris Dobey í síðasta leik gærdagsins en ekkert varð af honum eftir að Hollendingurinn greindist með veiruna. Hann fær því ekki tækifæri til að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil. Landi Van Gerwens, Vincent Van Der Voort, þurfti einnig að draga sig úr keppni eftir að hafa smitast af veirunni. Þá greindist þriðji Hollendingurinn, Raymond Van Barneweld, með veiruna eftir að hann féll úr keppni eftir tap fyrir Rob Cross. Van Gerwen lýsti vonbrigðum sínum yfir stöðu mála í samtali við hollenska miðilinn AD Sportwereld. „Auðvitað er heilsan það mikilvægasta en þú ert hérna til að vinna mótið. Ég átti ekki von á þessu. Við Vincent höfum varla farið neitt. Við fórum ekki einu sinni í morgunmat á hótelinu því okkur fannst of margir þar,“ sagði Van Gerwen. „Ég sá þetta öðruvísi fyrir mér. Þetta er versta martröðin. Ég prófa mig á hverjum degi. Ég veit ekki hvar ég fékk þetta en við sitjum í súpunni.“ Van Gerwen finnst sem mótshaldarar geti gert meira til að hefta útbreiðslu veirunnar og lýsir Alexandra höllinni, þar sem HM fer fram, sem hálfgerðri gróðrastíu fyrir veiruna. „Þeir eiga að prófa alla við innganginn á hverjum einasta degi en gera það ekki. Samkvæmt fyrirmælum bresku ríkisstjórnarinnar er það ekki nauðsynlegt en til að verja samtökin okkar og mótið hefði það verið hjálplegt,“ sagði Van Gerwen. „PDC samtökin munu alltaf segja að þau hafi fylgt öllum reglum en þau hefðu getað gert þetta betur. Það hefur ekki verið nógu styrk stjórn. Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna og ég varð fyrir barðinu á því. Ég gerði ekkert sem gerir þetta enn meira svekkjandi.“ Dobey, sem átti að mæta Van Gerwen í gær, mætir annað hvort Dave Chisnall eða Luke Humphries í sextán manna úrslitum.
Pílukast Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira