Eggaldinbóndinn gróf sig upp úr djúpri holu en Wade fékk frímiða Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 16:54 Dirk van Duijvenbode fagnar í leiknum gegn Ross Smith í dag. Getty/Luke Walker Það er nóg um að vera í Alexandra Palace í dag þar sem fyrstu fjórir keppendurnir hafa nú tryggt sér sæti í 16-manna úrslitunum á HM í pílukasti. Einn þeirra þurfti þó ekkert að hafa fyrir sigrinum. James Wade fór auðvelda leið áfram úr 32-manna úrslitunum því andstæðingur hans, Vincent van der Voort, varð að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Því eru tvær viðureignir á dagskrá í kvöld í stað þriggja. Dramatíkin var hins vegar allsráðandi í fyrsta leik dagsins þar sem Hollendingurinn Dirk van Duijvenbode, kallaður „Aubergenius“ vegna vinnu sinnar við að rækta eggaldin, vann sigur. Hollendingurinn vann Englendinginn Ross Smith 4-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. Staðan var 2-2 í fjórða setti og Smith fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í einvíginu en klúðraði því. Van Duijvenbode nýtti sér það, vann sitt fyrsta sett og leit ekki um öxl eftir það. ' !His reaction says it all!He's not happy with his performance at all here, but Dirk gets a set on the board and he saves his campaign!#WHDarts pic.twitter.com/jKr8XaIQLk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2021 Van Duijvenbode mætir sigurvegaranum úr leik Gerwyn Price og Kim Huybrechts í 16-manna úrslitum, en sá leikur fer fram í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 3 eins og allt mótið. Sigur Michael Smith á William O‘Connor var mun meira sannfærandi, þó að Írinn hafi unnið fyrsta settið. Smith vann að lokum 4-2 sigur og á fyrir höndum leik við Jonny Clayton eða Gabriel Clemens í 16-manna úrslitum. Clayton og Clemens mætast í kvöld. Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Florian Hempel frá Þýskalandi varð svo að játa sig sigraðan gegn Raymond Smith frá Ástralíu. Smith tók forystuna og vann fyrstu tvö settin áður en Hempel náði að svara fyrir sig. Það reyndist þó stutt svar og Smith vann öruggan sigur, 4-1. Hann mætir Steve Lennon eða Mervyn King í næstu umferð sem fram fer 29.-30. desember. Pílukast Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistinn“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
James Wade fór auðvelda leið áfram úr 32-manna úrslitunum því andstæðingur hans, Vincent van der Voort, varð að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Því eru tvær viðureignir á dagskrá í kvöld í stað þriggja. Dramatíkin var hins vegar allsráðandi í fyrsta leik dagsins þar sem Hollendingurinn Dirk van Duijvenbode, kallaður „Aubergenius“ vegna vinnu sinnar við að rækta eggaldin, vann sigur. Hollendingurinn vann Englendinginn Ross Smith 4-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. Staðan var 2-2 í fjórða setti og Smith fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í einvíginu en klúðraði því. Van Duijvenbode nýtti sér það, vann sitt fyrsta sett og leit ekki um öxl eftir það. ' !His reaction says it all!He's not happy with his performance at all here, but Dirk gets a set on the board and he saves his campaign!#WHDarts pic.twitter.com/jKr8XaIQLk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2021 Van Duijvenbode mætir sigurvegaranum úr leik Gerwyn Price og Kim Huybrechts í 16-manna úrslitum, en sá leikur fer fram í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 3 eins og allt mótið. Sigur Michael Smith á William O‘Connor var mun meira sannfærandi, þó að Írinn hafi unnið fyrsta settið. Smith vann að lokum 4-2 sigur og á fyrir höndum leik við Jonny Clayton eða Gabriel Clemens í 16-manna úrslitum. Clayton og Clemens mætast í kvöld. Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Florian Hempel frá Þýskalandi varð svo að játa sig sigraðan gegn Raymond Smith frá Ástralíu. Smith tók forystuna og vann fyrstu tvö settin áður en Hempel náði að svara fyrir sig. Það reyndist þó stutt svar og Smith vann öruggan sigur, 4-1. Hann mætir Steve Lennon eða Mervyn King í næstu umferð sem fram fer 29.-30. desember.
Pílukast Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistinn“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira