Sport

Dagskráin í dag - Áfram heldur veislan í Ally Pally

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fullt af áhorfendum og mikil stemning í Alexandra Palace.
Fullt af áhorfendum og mikil stemning í Alexandra Palace. vísir/getty

Sjötti keppnisdagur heimsmeistaramótsins í pílukasti fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum í dag.

Aðeins fara fjórir leikir fram í kvöld en á morgun verður aftur spilað annars vegar í hádeginu og hins vegar um kvöldið.

Öflugir kastarar á borð við James Wade og Raymond van Barneveld mæta til leiks í Ally Pally í kvöld og má slá því föstu að þar verði gleðin við völd.

Auk pílukastsins verður sýnt beint frá leik Fulham og Sheffield United í ensku B-deildinni auk þess sem GameTíví verður með sinn vikulega þátt á Stöð 2 ESport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×