Foreldrar og kennarar eru saman í liði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 9. desember 2021 21:02 Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. Hvaða þjónusta sé í boði í skólakerfinu og hvaða ferlar séu í gangi. Sú umræða á ekki bara rétt á sér, hún er fullkomlega eðlileg og raunar nauðsynleg. Kennarar fagna þessari umræðu, þó hún sé stundum óvægin og ósanngjörn. Upphaf og endir þeirrar umræðu snýr í raun og veru að tvennu; mönnun og fjármögnun. Íslenskir skólar eru hreinlega ekki nægilega mannaðir kennurum og öðrum sérfræðingum til að sinna nemendum með mismunandi þarfir og fé skortir til að uppfylla þær skyldur sem skólakerfið hefur gagnvart nemendum sínum, íslenskum ungmennum. Það er stundum talað um að grunnskólinn sé lokað kerfi þar sem nemendur eru skyldugir til að mæta. Það þýðir jafnframt að yfirvöldum ber að tryggja viðeigandi réttindi nemenda til að fá þá menntun sem þeir eiga rétt á. Eins og áður sagði skiptir tvennt mestu máli í þessari umræðu; mönnun og fjármögnun. Skoðum mönnunina fyrst. Kennarar taka að öllu leyti undir með foreldrum að skólarnir eigi að vera mannaðir að fullu með þeim sérfræðingum sem skólakerfið þarf á að halda til að geta sinnt með réttum hætti þeim fjölbreytileika sem blasir við meðal nemenda. Grunnskólanemendur hafa margvíslegar og misjafnar þarfir og við eigum að geta komið til móts við þá með fjölbreyttri og þverfaglegri sérfræðiþekkingu. Má þar nefna sálfræðinga og þroskaþjálfa, en eins og staðan er í dag eru þeir flestir utan skólakerfisins, en ekki á gólfinu þar sem þeir eru í hvað bestri stöðu til að greina stöðuna og koma með rétt ráð og viðbrögð á hverjum tíma. Foreldrar eru kröfuharðari gagnvart skólum í dag en nokkru sinni og kennarar styðja þá afstöðu. Skólar, sem uppeldis- og menntastofnanir, eru líka miklu fjölbreyttari í dag og kennarar eru þeirrar skoðunar að áfram eigi að horfa á skóla án aðgreiningar. Því er bráðnauðsynlegt að skólarnir séu rétt mannaðir og fjölbreyttur hópur sérfræðinga sinni starfi sínu innan skólans undir verkstjórn kennara. Síðari þátturinn sem hér er til umræðu er fjármögnun. Fjárhagsvandræði sveitarfélaganna hafa því miður leitt til þess að ekki er lengur horft á hvað skólarnir þurfa, heldur hvað þeir kosta. En þegar á reynir kemur hið sanna eðli Íslendinga í ljós. Þeir vilja ekki að horft sé á skólakerfið aðeins út frá hagkvæmni eða í Excelskjali. Lausnin á þessu er einföld; að hætta að einblína eingöngu á kostnaðinn og horfa þess í stað á hvað það er sem okkur ber skylda til að gera fyrir unga fólkið okkar. Kennarar skora á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér í málinu, sjá þann sameiginlega snertipunkt sem skiptir máli í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og grípa til viðeigandi aðgerða svo skólakerfið geti sinnt sínum skyldum. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli þessara aðila; foreldra og kennara. Það er því mikilvægt að muna að foreldrar og kennarar eru ekki andstæðingar. Þeir eru saman í liði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. Hvaða þjónusta sé í boði í skólakerfinu og hvaða ferlar séu í gangi. Sú umræða á ekki bara rétt á sér, hún er fullkomlega eðlileg og raunar nauðsynleg. Kennarar fagna þessari umræðu, þó hún sé stundum óvægin og ósanngjörn. Upphaf og endir þeirrar umræðu snýr í raun og veru að tvennu; mönnun og fjármögnun. Íslenskir skólar eru hreinlega ekki nægilega mannaðir kennurum og öðrum sérfræðingum til að sinna nemendum með mismunandi þarfir og fé skortir til að uppfylla þær skyldur sem skólakerfið hefur gagnvart nemendum sínum, íslenskum ungmennum. Það er stundum talað um að grunnskólinn sé lokað kerfi þar sem nemendur eru skyldugir til að mæta. Það þýðir jafnframt að yfirvöldum ber að tryggja viðeigandi réttindi nemenda til að fá þá menntun sem þeir eiga rétt á. Eins og áður sagði skiptir tvennt mestu máli í þessari umræðu; mönnun og fjármögnun. Skoðum mönnunina fyrst. Kennarar taka að öllu leyti undir með foreldrum að skólarnir eigi að vera mannaðir að fullu með þeim sérfræðingum sem skólakerfið þarf á að halda til að geta sinnt með réttum hætti þeim fjölbreytileika sem blasir við meðal nemenda. Grunnskólanemendur hafa margvíslegar og misjafnar þarfir og við eigum að geta komið til móts við þá með fjölbreyttri og þverfaglegri sérfræðiþekkingu. Má þar nefna sálfræðinga og þroskaþjálfa, en eins og staðan er í dag eru þeir flestir utan skólakerfisins, en ekki á gólfinu þar sem þeir eru í hvað bestri stöðu til að greina stöðuna og koma með rétt ráð og viðbrögð á hverjum tíma. Foreldrar eru kröfuharðari gagnvart skólum í dag en nokkru sinni og kennarar styðja þá afstöðu. Skólar, sem uppeldis- og menntastofnanir, eru líka miklu fjölbreyttari í dag og kennarar eru þeirrar skoðunar að áfram eigi að horfa á skóla án aðgreiningar. Því er bráðnauðsynlegt að skólarnir séu rétt mannaðir og fjölbreyttur hópur sérfræðinga sinni starfi sínu innan skólans undir verkstjórn kennara. Síðari þátturinn sem hér er til umræðu er fjármögnun. Fjárhagsvandræði sveitarfélaganna hafa því miður leitt til þess að ekki er lengur horft á hvað skólarnir þurfa, heldur hvað þeir kosta. En þegar á reynir kemur hið sanna eðli Íslendinga í ljós. Þeir vilja ekki að horft sé á skólakerfið aðeins út frá hagkvæmni eða í Excelskjali. Lausnin á þessu er einföld; að hætta að einblína eingöngu á kostnaðinn og horfa þess í stað á hvað það er sem okkur ber skylda til að gera fyrir unga fólkið okkar. Kennarar skora á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér í málinu, sjá þann sameiginlega snertipunkt sem skiptir máli í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og grípa til viðeigandi aðgerða svo skólakerfið geti sinnt sínum skyldum. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli þessara aðila; foreldra og kennara. Það er því mikilvægt að muna að foreldrar og kennarar eru ekki andstæðingar. Þeir eru saman í liði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun