Körfubolti

Frá­bær leikur Elvars dugði ekki til

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Már í leik með Antwerp Giants.
Elvar Már í leik með Antwerp Giants. HLN

Landsiðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson átti virkilega góðan leik er lið hans Antwerp Giants tapaði fyrir Kyiv Basket í Evrópubikarnum í kvöld, lokatölur 90-82.

Skelfilegur annar leikhlutir varð Elvari Má og félögum að falli í kvöld en eftir jafna byrjun leiksins tóku heimamenn öll völd og voru 49-32 yfir í hálfleik. Gestirnir fundu taktinn í síðari hálfleik og gerðu sitt besta til að saxa á forystu Kiyv-manna.

Því miður tókst þeim ekki að ógna forystu Kyiv að neinu viti og unnu heimamenn á endanum leikinn með átta stiga mun, lokatölur 90-82.

Elvar Már átti eins og áður sagði frábæran leik. Var hann stiga- og stoðsendingahæstur í liði sínu í kvöld. Raunar var hann stoðsendingahæstur á vellinum og næst stigahæstur allra. Elvar Már skoraði 17 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók fjögur fráköst.

Elvar heldur þar með uppteknum hætti en hann var á dögunum valinn besti leikmaður liðsins í nóvembermánuði. 

Þetta var fyrsti leikur í milliriðli Evrópubikarsins og Antwerp því án stiga sem stendur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.