Körfubolti

Smit í Njarðvík og leik frestað

Sindri Sverrisson skrifar
Úr leik Njarðvíkur fyrr í vetur. Ekki liggur fyrir hvaða leikmaður Njarðvíkur smitaðist og myndin tengist fréttinni óbeint.
Úr leik Njarðvíkur fyrr í vetur. Ekki liggur fyrir hvaða leikmaður Njarðvíkur smitaðist og myndin tengist fréttinni óbeint. vísir/bára

Leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í Subway-deild karla í körfubolta, sem fara átti fram á fimmtudaginn, hefur verið frestað vegna kórónuveirusmits í herbúðum Njarðvíkur.

Einn leikmaður Njarðvíkur er smitaður og hluti leikmannahópsins er þar með kominn í sóttkví og annar í smitgát.

Til stendur að leikurinn fari fram síðar í þessum mánuði en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær.

Næsti leikur Njarðvíkur er bikarleikur gegn Val 13. desember á Hlíðarenda og hann er enn á áætlun.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×