Körfuboltakvöld um Þór Ak.: „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 09:00 Átta töp í röð og það er komin fallfnykur af Þórsurum. Vísir/Bára Dröfn Frammistaða Þórs Akureyrar í tapinu gegn Breiðabliki um helgina var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Mikill fallfnykur er af Þórsurum sem þurfa að girða sig í brók ef liðið ætlar ekki að spila í 1. deild á næstu leiktíð. „Þetta var svo stórt augnablik fyrir Þórsara. Ekkert gengið, loksins með fullskipað lið. Fara í Smárann í bullandi fallbaráttu og Frikki, þetta er varnarleikurinn og ákefðin sem var boðið upp á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er myndir af varnarleik Akureyringa voru spilaðar. „Blikarnir skora alltaf mikið og Þórsarar með þessum breytingum sem hafa verið gerðar, voru bara ekki tilbúnir í þessi hlaup og svona hátt stigaskor. Það hefur verið þannig gegn Blikum að það þarf að skora 110 til 112 stig til að vinna þá og þetta Þórslið hefur ekki burði til þess,“ svaraði Friðrik Ragnarsson. „Enginn vilji,“ sögðu þeir Kjartan Atli og Friðrik í kór um frákast sem Everage Lee Richardson náði þar sem hann þurfti að hlaupa 6-7 metra til að ná boltanum en samt sem áður var enginn Þórsari sjáanlegur. „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur,“ bætti Friðrik við. Klippa: Körfuboltakvöld: Fallfnykur af Þór Akureyri „Þessi frammistaða, þeir myndu ekki vinna 1. deildina. Þetta er það lélegt. Þegar það er enginn löngun og enginn vilji fyrir hendi þá er þetta bara falllið. Sorglegt, bara í byrjun desember,“ sagði Teitur Örlygsson að endingu. Þór Akureyri er á botni Subway-deildar karla í körfubolta með 0 stig að loknum 8 leikjum. Ljósglætan við enda ganganna er sú að næstu þrjú lið þar fyrir ofan - Vestri, ÍR og Breiðablik - eru öll með fjögur stig. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Körfuboltakvöld Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
„Þetta var svo stórt augnablik fyrir Þórsara. Ekkert gengið, loksins með fullskipað lið. Fara í Smárann í bullandi fallbaráttu og Frikki, þetta er varnarleikurinn og ákefðin sem var boðið upp á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er myndir af varnarleik Akureyringa voru spilaðar. „Blikarnir skora alltaf mikið og Þórsarar með þessum breytingum sem hafa verið gerðar, voru bara ekki tilbúnir í þessi hlaup og svona hátt stigaskor. Það hefur verið þannig gegn Blikum að það þarf að skora 110 til 112 stig til að vinna þá og þetta Þórslið hefur ekki burði til þess,“ svaraði Friðrik Ragnarsson. „Enginn vilji,“ sögðu þeir Kjartan Atli og Friðrik í kór um frákast sem Everage Lee Richardson náði þar sem hann þurfti að hlaupa 6-7 metra til að ná boltanum en samt sem áður var enginn Þórsari sjáanlegur. „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur,“ bætti Friðrik við. Klippa: Körfuboltakvöld: Fallfnykur af Þór Akureyri „Þessi frammistaða, þeir myndu ekki vinna 1. deildina. Þetta er það lélegt. Þegar það er enginn löngun og enginn vilji fyrir hendi þá er þetta bara falllið. Sorglegt, bara í byrjun desember,“ sagði Teitur Örlygsson að endingu. Þór Akureyri er á botni Subway-deildar karla í körfubolta með 0 stig að loknum 8 leikjum. Ljósglætan við enda ganganna er sú að næstu þrjú lið þar fyrir ofan - Vestri, ÍR og Breiðablik - eru öll með fjögur stig. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Körfuboltakvöld Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn