„Ég var eins og lítill krakki“ Atli Arason skrifar 3. desember 2021 21:30 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, í leik með liðinu tímabilið 2015-2016. vísir/anton Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, spilaði í kvöld sínar fyrstu mínútur fyrir Njarðvík í endurkomu sinni en Haukur spilaði síðast körfuboltaleik fyrir 257 dögum síðan. Haukur hefur verið að jafna sig á liðbandslitum en hann var afar ánægður að komast aftur inn á völlinn. „Það var mjög gaman. Ég var eins og lítill krakki, mjög óþreyjufullur að koma inn á í fyrsta leikhluta en þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvík vann viðureignina við Vestra í kvöld með 29 stigum, 98-69. Njarðvíkingar hafa verið að vinna í því að laga sinn leik að undanförnu samkvæmt Hauki. „Mér fannst vörnin og boltaflæði gott í kvöld. Við settum áherslu á varnarleik í þessum landsliðsglugga og að komast aftur í þennan boltaflæðis leik. Við vorum svolítið staðir fannst mér þegar við vorum að tapa þessum leikjum,“ sagði Haukur og á þá við þriggja leikja taphrinu Njarðvíkur yfir síðustu mánaðamót. Hauki gekk ekki nógu vel að hitta ofan í körfuna í kvöld en hann hitti ekki úr neinni af fjórum tilraunum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og var alls með 20% skotnýtingu, með 2 stig á 17 mínútum. Haukur segist vera ryðgaður eftir langa fjarveru frá vellinum. „Ég ætla að kenna ryðgun um þetta. Þetta er svolítið þannig í fyrsta leik að annaðhvort hittir maður úr öllu eða klikkar á öllu. Ég tók seinni valkostinn, ég klikkaði á öllu. Liðsfélagar mínir reyndu samt að finna mig vel, ég verð að gefa þeim það.“ Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá hreinsaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bekkinn sinn og ungu strákarnir fengu þessar ruslamínútur þegar Njarðvík leiddi með 32 stigum. Haukur fékk sér meðal annars sæti á bekknum en hann var þó ekkert ósáttur að fá ekki að nýta ruslamínúturnar eitthvað í að laga tölfræðina sína. „Nei, ég hefði eiginlega átt að koma út af aðeins fyrr. Mér finnst frábært að þeir fengu að spila og þeir bara stóðu sig ágætlega. Mér finnst alltaf gott þegar ungu strákarnir geta komið inn á völlinn því þá er hægt að nýta þá aðeins meira þegar við erum komnir lengra inn í tímabilið,“ svaraði Haukur, aðspurður út í lokamínútur leiksins. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni þann 9. desember. Haukur fann ekki fyrir neinum eymslum í leiknum í kvöld og segist klár í næsta leik. „Ég er kominn til að vera. Stjarnan eru mjög góðir og vel drillaðir. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
„Það var mjög gaman. Ég var eins og lítill krakki, mjög óþreyjufullur að koma inn á í fyrsta leikhluta en þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvík vann viðureignina við Vestra í kvöld með 29 stigum, 98-69. Njarðvíkingar hafa verið að vinna í því að laga sinn leik að undanförnu samkvæmt Hauki. „Mér fannst vörnin og boltaflæði gott í kvöld. Við settum áherslu á varnarleik í þessum landsliðsglugga og að komast aftur í þennan boltaflæðis leik. Við vorum svolítið staðir fannst mér þegar við vorum að tapa þessum leikjum,“ sagði Haukur og á þá við þriggja leikja taphrinu Njarðvíkur yfir síðustu mánaðamót. Hauki gekk ekki nógu vel að hitta ofan í körfuna í kvöld en hann hitti ekki úr neinni af fjórum tilraunum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og var alls með 20% skotnýtingu, með 2 stig á 17 mínútum. Haukur segist vera ryðgaður eftir langa fjarveru frá vellinum. „Ég ætla að kenna ryðgun um þetta. Þetta er svolítið þannig í fyrsta leik að annaðhvort hittir maður úr öllu eða klikkar á öllu. Ég tók seinni valkostinn, ég klikkaði á öllu. Liðsfélagar mínir reyndu samt að finna mig vel, ég verð að gefa þeim það.“ Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá hreinsaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bekkinn sinn og ungu strákarnir fengu þessar ruslamínútur þegar Njarðvík leiddi með 32 stigum. Haukur fékk sér meðal annars sæti á bekknum en hann var þó ekkert ósáttur að fá ekki að nýta ruslamínúturnar eitthvað í að laga tölfræðina sína. „Nei, ég hefði eiginlega átt að koma út af aðeins fyrr. Mér finnst frábært að þeir fengu að spila og þeir bara stóðu sig ágætlega. Mér finnst alltaf gott þegar ungu strákarnir geta komið inn á völlinn því þá er hægt að nýta þá aðeins meira þegar við erum komnir lengra inn í tímabilið,“ svaraði Haukur, aðspurður út í lokamínútur leiksins. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni þann 9. desember. Haukur fann ekki fyrir neinum eymslum í leiknum í kvöld og segist klár í næsta leik. „Ég er kominn til að vera. Stjarnan eru mjög góðir og vel drillaðir. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira