„Ég var eins og lítill krakki“ Atli Arason skrifar 3. desember 2021 21:30 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, í leik með liðinu tímabilið 2015-2016. vísir/anton Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, spilaði í kvöld sínar fyrstu mínútur fyrir Njarðvík í endurkomu sinni en Haukur spilaði síðast körfuboltaleik fyrir 257 dögum síðan. Haukur hefur verið að jafna sig á liðbandslitum en hann var afar ánægður að komast aftur inn á völlinn. „Það var mjög gaman. Ég var eins og lítill krakki, mjög óþreyjufullur að koma inn á í fyrsta leikhluta en þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvík vann viðureignina við Vestra í kvöld með 29 stigum, 98-69. Njarðvíkingar hafa verið að vinna í því að laga sinn leik að undanförnu samkvæmt Hauki. „Mér fannst vörnin og boltaflæði gott í kvöld. Við settum áherslu á varnarleik í þessum landsliðsglugga og að komast aftur í þennan boltaflæðis leik. Við vorum svolítið staðir fannst mér þegar við vorum að tapa þessum leikjum,“ sagði Haukur og á þá við þriggja leikja taphrinu Njarðvíkur yfir síðustu mánaðamót. Hauki gekk ekki nógu vel að hitta ofan í körfuna í kvöld en hann hitti ekki úr neinni af fjórum tilraunum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og var alls með 20% skotnýtingu, með 2 stig á 17 mínútum. Haukur segist vera ryðgaður eftir langa fjarveru frá vellinum. „Ég ætla að kenna ryðgun um þetta. Þetta er svolítið þannig í fyrsta leik að annaðhvort hittir maður úr öllu eða klikkar á öllu. Ég tók seinni valkostinn, ég klikkaði á öllu. Liðsfélagar mínir reyndu samt að finna mig vel, ég verð að gefa þeim það.“ Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá hreinsaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bekkinn sinn og ungu strákarnir fengu þessar ruslamínútur þegar Njarðvík leiddi með 32 stigum. Haukur fékk sér meðal annars sæti á bekknum en hann var þó ekkert ósáttur að fá ekki að nýta ruslamínúturnar eitthvað í að laga tölfræðina sína. „Nei, ég hefði eiginlega átt að koma út af aðeins fyrr. Mér finnst frábært að þeir fengu að spila og þeir bara stóðu sig ágætlega. Mér finnst alltaf gott þegar ungu strákarnir geta komið inn á völlinn því þá er hægt að nýta þá aðeins meira þegar við erum komnir lengra inn í tímabilið,“ svaraði Haukur, aðspurður út í lokamínútur leiksins. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni þann 9. desember. Haukur fann ekki fyrir neinum eymslum í leiknum í kvöld og segist klár í næsta leik. „Ég er kominn til að vera. Stjarnan eru mjög góðir og vel drillaðir. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
„Það var mjög gaman. Ég var eins og lítill krakki, mjög óþreyjufullur að koma inn á í fyrsta leikhluta en þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvík vann viðureignina við Vestra í kvöld með 29 stigum, 98-69. Njarðvíkingar hafa verið að vinna í því að laga sinn leik að undanförnu samkvæmt Hauki. „Mér fannst vörnin og boltaflæði gott í kvöld. Við settum áherslu á varnarleik í þessum landsliðsglugga og að komast aftur í þennan boltaflæðis leik. Við vorum svolítið staðir fannst mér þegar við vorum að tapa þessum leikjum,“ sagði Haukur og á þá við þriggja leikja taphrinu Njarðvíkur yfir síðustu mánaðamót. Hauki gekk ekki nógu vel að hitta ofan í körfuna í kvöld en hann hitti ekki úr neinni af fjórum tilraunum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og var alls með 20% skotnýtingu, með 2 stig á 17 mínútum. Haukur segist vera ryðgaður eftir langa fjarveru frá vellinum. „Ég ætla að kenna ryðgun um þetta. Þetta er svolítið þannig í fyrsta leik að annaðhvort hittir maður úr öllu eða klikkar á öllu. Ég tók seinni valkostinn, ég klikkaði á öllu. Liðsfélagar mínir reyndu samt að finna mig vel, ég verð að gefa þeim það.“ Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá hreinsaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bekkinn sinn og ungu strákarnir fengu þessar ruslamínútur þegar Njarðvík leiddi með 32 stigum. Haukur fékk sér meðal annars sæti á bekknum en hann var þó ekkert ósáttur að fá ekki að nýta ruslamínúturnar eitthvað í að laga tölfræðina sína. „Nei, ég hefði eiginlega átt að koma út af aðeins fyrr. Mér finnst frábært að þeir fengu að spila og þeir bara stóðu sig ágætlega. Mér finnst alltaf gott þegar ungu strákarnir geta komið inn á völlinn því þá er hægt að nýta þá aðeins meira þegar við erum komnir lengra inn í tímabilið,“ svaraði Haukur, aðspurður út í lokamínútur leiksins. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni þann 9. desember. Haukur fann ekki fyrir neinum eymslum í leiknum í kvöld og segist klár í næsta leik. „Ég er kominn til að vera. Stjarnan eru mjög góðir og vel drillaðir. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira