Fékk þriggja leikja bann í NFL fyrir að falsa kórónuveiruvottorðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 11:00 Antonio Brown var örugglega ekki svona kátur þegar hann frétti af leikbanninu. Getty/Julio Aguilar Stórstjarnan Antonio Brown er einn af þremur leikmönnum NFL-deildarinnar sem í gær voru dæmdir í þriggja leikja bann fyrir að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Leikmenn í NFL-deildarinnar missa ákveðin réttindi séu þeir ekki bólusettir og þurfa því að fara eftir mun strangari sóttvarnarreglum. Breaking: The NFL announced Antonio Brown has been suspended without pay for the next three games for violating the NFL-NFLPA COVID-19 protocols. pic.twitter.com/wCSM2l6fJb— SportsCenter (@SportsCenter) December 2, 2021 Brown vildi greinilega ekki bólusetja sig við kórónuveirunni en vildi þó ekki þurfa að ganga í gegnum þetta auka vesen. Hann fann því leið til þess með því að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Upp komst um hann á endanum og NFL-deild ákvað að taka á því í gær. Brown á skrautlegan feril, frábær leikmaður sem er hefur síðustu ár orðið þekktari fyrir vandamál sín utan vallar. Hann varð samt NFL-meistari með Tampa Bay Buccaneers á síðustu leiktíð. Antonio Brown be like pic.twitter.com/qw2gcZyuZW— TPS (@TotalProSports) December 2, 2021 Brown er nú 33 ára gamall og hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann getur reynt að ná sér góðum að þeim næstu vikurnar því ekki má hann spila. NFL-deildin dæmdi hann í bann ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Það eru varnarmaðurinn Mike Edwards hjá Tampa Bay Buccaneers og John Franklin III sem missti samning sinn hjá Buccaneers í haust. Leikmennirnir ætla ekki að áfrýja þessum dómi. Umboðsmaður Brown sendi frá sér skrýtna yfirlýsingu um að leikmaðurinn hafi gert allt rétt og ekki brotið neinar reglur en hafi talið best að enda málið, sætta sig við refsinguna og einbeita sér að því að ná sér góðum af meiðslunum. Hefði hann líka áfrýjað og dregið málið hefði Brown mögulega misst af leikjum í úrslitakeppninni en nú nær hann henni allri. Hilarious. https://t.co/rD3UfGt9xu— Peter King (@peter_king) December 2, 2021 Antonio Brown var einn allra besti útherji sögunnar þegar hann spilaði með Pittsburgh Steelers en náði bara að spila einn leik samanlagt þegar hann fór til bæði Oakland Raiders og New England Patriots. Hann fékk átta leikja bann fyrir margs konar brot en gekk á endanum til liðs við Tampa Bay í októtber 2019. NFL Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Sjá meira
Leikmenn í NFL-deildarinnar missa ákveðin réttindi séu þeir ekki bólusettir og þurfa því að fara eftir mun strangari sóttvarnarreglum. Breaking: The NFL announced Antonio Brown has been suspended without pay for the next three games for violating the NFL-NFLPA COVID-19 protocols. pic.twitter.com/wCSM2l6fJb— SportsCenter (@SportsCenter) December 2, 2021 Brown vildi greinilega ekki bólusetja sig við kórónuveirunni en vildi þó ekki þurfa að ganga í gegnum þetta auka vesen. Hann fann því leið til þess með því að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Upp komst um hann á endanum og NFL-deild ákvað að taka á því í gær. Brown á skrautlegan feril, frábær leikmaður sem er hefur síðustu ár orðið þekktari fyrir vandamál sín utan vallar. Hann varð samt NFL-meistari með Tampa Bay Buccaneers á síðustu leiktíð. Antonio Brown be like pic.twitter.com/qw2gcZyuZW— TPS (@TotalProSports) December 2, 2021 Brown er nú 33 ára gamall og hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann getur reynt að ná sér góðum að þeim næstu vikurnar því ekki má hann spila. NFL-deildin dæmdi hann í bann ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Það eru varnarmaðurinn Mike Edwards hjá Tampa Bay Buccaneers og John Franklin III sem missti samning sinn hjá Buccaneers í haust. Leikmennirnir ætla ekki að áfrýja þessum dómi. Umboðsmaður Brown sendi frá sér skrýtna yfirlýsingu um að leikmaðurinn hafi gert allt rétt og ekki brotið neinar reglur en hafi talið best að enda málið, sætta sig við refsinguna og einbeita sér að því að ná sér góðum af meiðslunum. Hefði hann líka áfrýjað og dregið málið hefði Brown mögulega misst af leikjum í úrslitakeppninni en nú nær hann henni allri. Hilarious. https://t.co/rD3UfGt9xu— Peter King (@peter_king) December 2, 2021 Antonio Brown var einn allra besti útherji sögunnar þegar hann spilaði með Pittsburgh Steelers en náði bara að spila einn leik samanlagt þegar hann fór til bæði Oakland Raiders og New England Patriots. Hann fékk átta leikja bann fyrir margs konar brot en gekk á endanum til liðs við Tampa Bay í októtber 2019.
NFL Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Sjá meira