Innlent

Lokuðu Hringbraut til austurs og láta alla blása

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkur röð hefur myndast á Hringbraut.
Nokkur röð hefur myndast á Hringbraut. Vísir

Nokkur röð bíla hefur myndast á Hringbraut þar sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokað veginum og lætur alla sem keyra þar um blása í áfengismæla.

Fjórir lögreglubílar voru notaðir til að þvera Hringbraut við BSÍ og ökumenn á austurleið látnir blása einn af einum. Hringbraut á að vera lokuð til minnst átta.

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagði Árni Friðleifsson, aðstoðarvarðstjóri í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að lögreglan gerði þetta iðulega á aðventunni og verið væri að kanna hvort ökumenn væru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Hann sagði fólk mega eiga von á lokunum sem þessum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og á öllum tímum sólarhringsins.

Árni sagði einnig að því miður hefði einn ölvaður ökumaður verið gómaður tiltölulega fljótt eftir að aðgerðin hófst. Hann sagði þetta alvarlegt brot.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×