Sport

„Negla þetta og komast á toppinn!“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stelpurnar í gólfæfingunum sem skilaði þeim 21.025 í einkunn. Ekkert lið fékk hærri einkunn fyrir nokkra æfingu í undanúrslitunum.
Íslensku stelpurnar í gólfæfingunum sem skilaði þeim 21.025 í einkunn. Ekkert lið fékk hærri einkunn fyrir nokkra æfingu í undanúrslitunum. stefán pálsson

Guðrún Edda Sigurðardóttir kvaðst sátt með hvernig til tókst hjá íslenska stúlknaliðinu í undanúrslitunum á EM í hópfimleikum í kvöld. Hún ítrekaði samt að Íslendingar ættu mikið inni fyrir úrslitin sem fara fram á föstudaginn.

Ísland varð í 3. sæti í undanúrslitunum með heildareinkunn upp á 50.275. Svíþjóð fékk hæstu einkunnina, 53.650, en Bretland næsthæstu, 50.625.

„Þetta gekk mjög vel. Við gerðum nokkur mistök en eigum fullt inni. Þetta var allt samkvæmt áætlun,“ sagði Guðrún í samtali við Vísi eftir undanúrslitin.

„Við gerðum okkar besta en allt í einu komu nokkur mistök. En við unnum vel úr þeim.“

Undirbúningurinn fyrir EM hefur verið langur og strangur og því var mikill léttir að komast loks á stóra sviðið. „Þetta var mjög gaman,“ sagði Guðrún sátt.

En hvert er markmið íslenska liðsins í úrslitunum?

„Negla þetta og komast á toppinn! Við eigum fullt inni eftir daginn“ sagði Guðrún.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.