Lífið

Skreytum hús: Umturnaði vinnurými fyrir fallegan málstað

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Síðasti þátturinn af Skreytum hús þáttaröð þrjú var góðgerðarþáttur.
Síðasti þátturinn af Skreytum hús þáttaröð þrjú var góðgerðarþáttur. Skreytum hús

Þórunn og Fríða mynda saman Mía Magic sem starfar að málefnum langveikra barna. Soffía stóðst ekki mátið að aðstoða þessar hetjur í lokaþættinum af Skreytum hús.

Þeim Þórunni og Fríður vantar að taka í gegn vinnuaðstöðu sem þær voru að fá í Íshúsinu í Hafnarfirði. Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi byrjaði Míu-ævintýrið á því að Þórunn skrifaði barnabók fyrir börn sem þurfa á lyfjabrunni að halda. Öll börn á Landspítalanum sem fara í þá aðgerð fá bókin að gjöf og á einnig að þýða hana yfir á fleiri tungumál. 

Þórunn og Fríða eiga báðar langveik börn og þekkja því vel til málefna langveikra barna og foreldra þeirra. Fyrsta gjafaboxið gerði Þórunn fyrir litla einstaka vinkonu sem hafði dvalið í ár á Barnaspítalanum. 

„Eftir það höfum við gefið tvö box á mánuði, eitt til barna og eitt til foreldra. Fyrirtæki hjálpa okkur að setja ofan í boxin vörur.“

Boxin eru sniðin að aldri og áhugasviði langveika barnsins. Foreldrarnir fá dekur og annað fallegt.

Árlega er svo Míuverðlaununum úthlutað til einstaklings hér á landi sem sinnir langveikum börnum í sínu starfi. Vinnuaðstaða Þórunnar og Fríðu verður því nýtt í skrifstofuvinnu og styrktarsöfnun og einnig til innpökkunar á Míuboxunum sem fyrirtæki styrkja með fallegum vörum.

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. 

Klippa: Skreytum hús - Góðgerðarverkefni fyrir Mía Magic

„Ég var búin að leggja undir mig heilt herbergi og stofuna,“ segir Þórunn um vinnuaðstöðuna fram að þessu. Þetta er fyrsta skrifstofuaðstaða Míuverkefnisins en þær hafa hingað til unnið að þessu á eigin heimili. 

„Ástæðan fyrir rýminu er að komast aðeins út af heimilinu og líka geyma allt sem þarf að geyma,“ segir Þórunn.

Rýmið fyrir breytingarnar.Skreytum hús

„Við þurfum eiginlega að hafa einhverja aðstöðu þar sem við getum komið inn hvenær sem er þegar við þurfum. Mjög oft þurfum við að hlaupa og sækja börn og fara með upp á spítala og fara með til læknis.“

Rýmið fyrir breytingarnar.Skreytum hús

Soffía Dögg vildi hafa góða vinnuaðstöðu fremst með geymsluplássi undir og hillur fyrri útstillingar og vörur aftar í rýminu. Það gjörbreytti öllu rýminu að mála það allt í ljósum og hlýjum lit og setja upp ný ljós.

Rýmið eftir breytingar.Skreytum hús

Gólfið í íshúsinu er flotað og lakkað grátt svo Soffía ákvað að reyna að þekja sem mest að gólfinu á auðveldan hátt. Endaði hún á að velja mottu sem er tveir metrar að breidd og þriggja metra löng.

„Ég er alltaf að tala um mottur en það er fátt sem getur breytt rýminu jafn mikið og falleg og góð motta. Þetta er líka ein af þessum litlu stóru breytingum sem við getum gert á plássi eins og þessu.“

Rýmið eftir breytingar.Skreytum hús

Vá, þetta er geðveikt, sagði Þórunn þegar hún sá rýmið eftir breytingarnar.

„Þetta er allt annað,“ sagði Fríða spennt. „Ég er í sjokki.“

Rýmið eftir breytingar.Skreytum hús

Þórunn segir að rýmið sé orðið mun flottara en hún bjóst við.

„Ég held að við náum að skipuleggja okkur miklu betur.“
Rýmið eftir breytingar.Skreytum hús

Allt sem Soffía notaði í framkvæmdirnar fékk Mia Magic að gjöf frá samstarfsaðilum Skreytum hús þáttanna. Hillurnar voru svo fylltar með gjöfunum sem styrktaraðilar Miu Magic gefa fyrir Míuboxin.

„Það munar svo miklu fyrir okkur að fá alla þessa aðstoð,“ segir Fríða.

Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús

Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta eigninni.

Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+.


Tengdar fréttir

Þórunn Eva er fram­úr­skarandi ungur Ís­lendingur

Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2021 í gær. Þórunn Eva hefur vakið athygli á málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Hún hefur skrifað bók um efnið, stofnað góðgerðarsamtök og stendur á bak við Míuverðlaunin.

„Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“

Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×