Formaður KKÍ segir að mögulegt að FIBA veiti Íslandi undanþágu fyrir næsta heimaleik Runólfur Trausti Þórhallsson og Atli Arason skrifa 29. nóvember 2021 23:00 Hannes S. Jónsson segir ákveðna möguleika í stöðunni varðandi næsta heimaleik Íslands Stöð 2 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, ræddi við Vísi um stöðu mála í Laugardalshöllinni eftir að íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Rússlandi ytra í undankeppni HM 2023. Ísland á heimaleik gegn Ítalíu snemma á næsta ári en Hannes er ekki bjartsýnn á að Laugardalshöllin verði leikfær á þeim tíma. Þá segir hann að undanþágurnar sem Ísland hefur fengið í gegnum tíðina séu einfaldlega á þrotum. Það eru þó aðrir möguleikar í stöðunni. „Ég er bjartsýnn á að ég geti sýnt og sannað fyrir forystu FIBA að íslenska ríkið sé búið að ákveða að fara í þessa vinnu (að byggja nýjan þjóðarleikvang) og sé tilbúið að fjármagna slíkt verkefni. Þá hugsanlega, mögulega getum við fengið FIBA með okkur í lið og fáum þar með að spila heimaleik í lok febrúar á næsta ári.“ „Ég hef sagt við FIBA í mörg ár að það sé eitthvað í pípunum hér á landi en FIBA þarf að sjá það gerast. Ef það er ljóst að nýr leikvangur er í plönum ríkisstjórnarinnar þá er það okkar verkefni að sanna fyrir FIBA að ríkisstjórnin sé klár og búin að gefa okkur þau loforð sem við þurfum. Ef það gerist þá hugsanlega mun FIBA veita okkur undanþágu til að spila hér á landi.“ „Það er ekkert öruggt en þá eru allavega meiri möguleikar, þetta þarf þó að gerast á næstu dögum. Það þýðir ekki að bíða fram í miðjan desember eða fram á næsta ár.“ KKÍ hefur fengið fjölmargar undanþágur í gegnum tíðina ef marka má orð Hannesar. „Þetta snýr að körfunum á vellinum og þeim búnaði sem er í Laugardalshöllinni, það snýr að klukkunni og öðru sem þarf til að vera á svokölluðu Level 1 hjá FIBA. Það þarf fjölmiðlaaðstöðu sem er þannig að það sé hægt að vera með útsendingu eins og FIBA er með á sínum leikjum. Það þarf ákveðið öryggissvæði, sjúkraherbergi, aðstöðu fyrir áhorfendur og margt fleira sem við höfum fengið undanþágu fyrir í gegnum tíðina.“ „Það má ekki gleyma því að Laugardalshöll er byggð árið 1965. Starfsfólk hallarinnar hefur gert sitt allra besta til að veita okkur möguleikann á þessum undanþágum. Ef við getum sýnt fram á byggingu nýs þjóðarleikvangs myndi FIBA leyfa okkur að vera áfram í Laugardalshöllinni. Bygging slík leikvangs ætti að taka þrjú til fjögur ár myndi ég halda.“ „Ástæðan fyrir því að við fáum það ekki er að Laugardalshöllin er ekki klár (eftir að vatnslagnir sprungu í höllinni). Við hefðum fengið undanþágu fyrir þetta verkefni ef höllin væri klár. Þess vegna er svona mikilvægt að koma henni í gang.“ „Ég er ekki besti maður í heimi til að greina þetta en það virðast hafa verið einhver mistök í útboðsvinnslu sem gerir það að verkum að þetta er búið að taka lengri tíma en áætlað var. Það sem skiptir mestu máli núna er að koma Laugardalshöllinni í stand og að ríkisstjórnin sýni og sanni að við erum að fara fá nýjan þjóðarleikvang,“ sagði Hannes að endingu. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30 „Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Ísland á heimaleik gegn Ítalíu snemma á næsta ári en Hannes er ekki bjartsýnn á að Laugardalshöllin verði leikfær á þeim tíma. Þá segir hann að undanþágurnar sem Ísland hefur fengið í gegnum tíðina séu einfaldlega á þrotum. Það eru þó aðrir möguleikar í stöðunni. „Ég er bjartsýnn á að ég geti sýnt og sannað fyrir forystu FIBA að íslenska ríkið sé búið að ákveða að fara í þessa vinnu (að byggja nýjan þjóðarleikvang) og sé tilbúið að fjármagna slíkt verkefni. Þá hugsanlega, mögulega getum við fengið FIBA með okkur í lið og fáum þar með að spila heimaleik í lok febrúar á næsta ári.“ „Ég hef sagt við FIBA í mörg ár að það sé eitthvað í pípunum hér á landi en FIBA þarf að sjá það gerast. Ef það er ljóst að nýr leikvangur er í plönum ríkisstjórnarinnar þá er það okkar verkefni að sanna fyrir FIBA að ríkisstjórnin sé klár og búin að gefa okkur þau loforð sem við þurfum. Ef það gerist þá hugsanlega mun FIBA veita okkur undanþágu til að spila hér á landi.“ „Það er ekkert öruggt en þá eru allavega meiri möguleikar, þetta þarf þó að gerast á næstu dögum. Það þýðir ekki að bíða fram í miðjan desember eða fram á næsta ár.“ KKÍ hefur fengið fjölmargar undanþágur í gegnum tíðina ef marka má orð Hannesar. „Þetta snýr að körfunum á vellinum og þeim búnaði sem er í Laugardalshöllinni, það snýr að klukkunni og öðru sem þarf til að vera á svokölluðu Level 1 hjá FIBA. Það þarf fjölmiðlaaðstöðu sem er þannig að það sé hægt að vera með útsendingu eins og FIBA er með á sínum leikjum. Það þarf ákveðið öryggissvæði, sjúkraherbergi, aðstöðu fyrir áhorfendur og margt fleira sem við höfum fengið undanþágu fyrir í gegnum tíðina.“ „Það má ekki gleyma því að Laugardalshöll er byggð árið 1965. Starfsfólk hallarinnar hefur gert sitt allra besta til að veita okkur möguleikann á þessum undanþágum. Ef við getum sýnt fram á byggingu nýs þjóðarleikvangs myndi FIBA leyfa okkur að vera áfram í Laugardalshöllinni. Bygging slík leikvangs ætti að taka þrjú til fjögur ár myndi ég halda.“ „Ástæðan fyrir því að við fáum það ekki er að Laugardalshöllin er ekki klár (eftir að vatnslagnir sprungu í höllinni). Við hefðum fengið undanþágu fyrir þetta verkefni ef höllin væri klár. Þess vegna er svona mikilvægt að koma henni í gang.“ „Ég er ekki besti maður í heimi til að greina þetta en það virðast hafa verið einhver mistök í útboðsvinnslu sem gerir það að verkum að þetta er búið að taka lengri tíma en áætlað var. Það sem skiptir mestu máli núna er að koma Laugardalshöllinni í stand og að ríkisstjórnin sýni og sanni að við erum að fara fá nýjan þjóðarleikvang,“ sagði Hannes að endingu.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30 „Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30
„Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10