Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2021 12:30 Matvælastofnun er nú með til skoðunar tilkynningu um að ekki hafi náðst í neyðarnúmer dýralækna síðustu helgi. Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. Að minnsta kosti tvö tilfelli komu upp um síðastliðna helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmerið samkvæmt heimildum fréttastofu. Tilfellin sem um ræðir voru annars vegar aðfaranótt sunnudagsins 21. nóvember og hins vegar um sunnudagsmorguninn. Í öðru tilfellinu var um smáhund að ræða og í hinu tilfellinu var það köttur en eigendur dýranna hringdu ítrekað án árangurs. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem hið opinbera greiðir fyrir en á höfuðborgarsvæðinu er einn smádýralæknir og annar stórdýralæknir. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis hjá Matvælastofnun, segir að þeim hafi borist ein tilkynning um að ekki hafi náðst í neyðarnúmerið síðastliðinn sunnudag en það sé verulega sjaldgæft að slíkt komi upp. „Ég held að þetta sé í annað sinn sem að ég hef fengið svona ábendingu um þetta, þar sem ekki náist í starfandi dýralækni á vakt,“ segir Konráð. Skýrist það vegna mikilla anna á neyðarvökum en stundum hafa dýralæknar einfaldlega ekki tök á að svara í símann, til að mynda ef þeir eru í aðgerð. „Þetta gerist afar sjaldan. Enginn dýralæknir vill vera í þessari stöðu, að geta ekki tekið við símtölum sem koma,“ segir Konráð. Ekki liggur fyrir að svo stöddu af hverju það reyndist erfitt að ná í dýralækni á vakt um helgina en það er til skoðunar. Hann ítrekar það mikla álag sem dýralæknir eru undir á vöktunum. Aðspurður um hvort aukið fjármagn myndi leysa hluta vandans segir hann svo vera. „Aukið fjármagn hefur oft verið farið fram á, sérstaklega af hálfu sjálfstætt starfandi dýralækna og Dýralæknafélagsins,“ segir Konráð. Gæludýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Að minnsta kosti tvö tilfelli komu upp um síðastliðna helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmerið samkvæmt heimildum fréttastofu. Tilfellin sem um ræðir voru annars vegar aðfaranótt sunnudagsins 21. nóvember og hins vegar um sunnudagsmorguninn. Í öðru tilfellinu var um smáhund að ræða og í hinu tilfellinu var það köttur en eigendur dýranna hringdu ítrekað án árangurs. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem hið opinbera greiðir fyrir en á höfuðborgarsvæðinu er einn smádýralæknir og annar stórdýralæknir. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis hjá Matvælastofnun, segir að þeim hafi borist ein tilkynning um að ekki hafi náðst í neyðarnúmerið síðastliðinn sunnudag en það sé verulega sjaldgæft að slíkt komi upp. „Ég held að þetta sé í annað sinn sem að ég hef fengið svona ábendingu um þetta, þar sem ekki náist í starfandi dýralækni á vakt,“ segir Konráð. Skýrist það vegna mikilla anna á neyðarvökum en stundum hafa dýralæknar einfaldlega ekki tök á að svara í símann, til að mynda ef þeir eru í aðgerð. „Þetta gerist afar sjaldan. Enginn dýralæknir vill vera í þessari stöðu, að geta ekki tekið við símtölum sem koma,“ segir Konráð. Ekki liggur fyrir að svo stöddu af hverju það reyndist erfitt að ná í dýralækni á vakt um helgina en það er til skoðunar. Hann ítrekar það mikla álag sem dýralæknir eru undir á vöktunum. Aðspurður um hvort aukið fjármagn myndi leysa hluta vandans segir hann svo vera. „Aukið fjármagn hefur oft verið farið fram á, sérstaklega af hálfu sjálfstætt starfandi dýralækna og Dýralæknafélagsins,“ segir Konráð.
Gæludýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira