Sport

Dagskráin í dag - Tvíhöfði í NFL og Olís

Arnar Geir Halldórsson skrifar
NFL veisla í dag
NFL veisla í dag Andy Lyons/Getty Images

Sjö beinar útsendingar eru á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag þar sem íslenskur handbolti og amerískur fótbolti verður fyrirferðamikill.

Tveir leikir úr Olís deild karla verða sýndir beint. Fyrst er það viðureign Selfyssinga og KA-manna og svo fljótlega í kjölfarið toppbaráttuslagur Aftureldingar og FH.

Sömuleiðis verður tvíhöfði frá Bandaríkjunum í NFL deildinni. Fyrst er það leikur Patriots og Titans og svo viðureign Packers og Rams.

Einnig er áhugaverður leikur í NBA deildinni á dagskrá en hægt er að sjá alla dagskrá stöðvarinnar hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.