Innlent

Stal yfir sjötíu flöskum úr Vínbúðinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn stal meðal annars einni Famous Grouse flösku.
Maðurinn stal meðal annars einni Famous Grouse flösku. Vísir/Vilhelm

Stórtækur þjófur hefur verið sakfelldur fyrir alls 45 þjófnaði úr verslunum ÁTVR, Hagkaups, Lyfju og Elko á tæplega eins árs tímabili. Maðurinn nappaði yfir sjötíu flöskum af áfengi, aðallega sterku víni, úr Vínbúðinni.

Í verslunum Hagkaups sóttist maðurinn aðallega eftir ilmvötnum og hljómplötum. Í verslunum Lyfju sóttist maðurinn einnig í ilmvötn en líka í krem. Í Elko voru það hin ýmsu raftæki. Brot mannsins voru framin frá desember á síðasta ári til septembers á þessu á þessu ári.

Alls var söluandvirði þess varnings sem maðurinn stal um 2,7 milljónir króna en maðurinn játaði sök fyrir utan að hann hafnaði því að greiða ÁTVR fyrir eina flösku sem og bótakröfu frá Lyfju upp á 86 þúsund króonur, þar sem vörurnar hafi komist óskemmdar til skila.

Alls þarf maðurinn að greiða ÁTVR 569 þúsund krónur, Högum 663 þúsund krónur og Lyfju 442 þúsund krónur, auk þess sem hann var dæmdur í fimm mánaða fangelsi, sem fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.