Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Land­spítalanum er sí­fellt stærri vandi á höndum við að manna störf og á­lagið er enn stig­vaxandi vegna far­aldursins. Í gær var gripið til nýs ráðs í út­hringi­veri Co­vid-göngu­deildarinnar, sem bar undra­verðan árangur. Fjallað verður um málið í kvöld­fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Þá verðum við í beinni út­sendingu frá Hörpu, sem hefur verið tendruð í litum trans­fánans í til­efni af minningar­degi trans­fólks sem hefur látið lífið eða svipt sig lífi vegna for­dóma, mis­mununar eða út­skúfunar í sam­fé­laginu.

Einnig kynnum við okkur mikinn upp­gang í sölu ó­á­fengra bjóra og hittum brugg­meistara segir að heilsu­sjónar­mið og gott vöru­úr­val stuðli að þessum vin­sældum.

Mennta­mála­ráðu­neytið er að semja um rúm­lega tveggja milljarða króna ný­byggingu á lóð Mennta­skólans í Reykja­vík. Í milli­tíðinni er hús­næði svo knappt að kennt er í í­þrótta­húsinu og á kennara­stofunni. Rætt verður við Lilju Al­freðs­dóttur mennta­mála­ráð­herra í frétta­tíma kvöldsins.

Þetta og margt fleira á sam­tengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö:Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.