Verðlaunum samfélagslega ábyrgð Lárus Jón Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2021 08:02 Covid-19 vírusinn er ekki nokkurri manneskju að kenna. Ástæður þess að þiggja ekki bólusetningu eru líklega jafn margar og fjölbreyttar og einstaklingarnir sem ákveða það og þeir bera fulla ábyrgð á sinni ákvörðun því bólusetning er ekki skylda á Íslandi. Á hinn bóginn eru haldgóð rök fyrir því að að bólusetja sig og bestu rökin eru þau að með bólusetningu erum við að vernda heilsu samborgara okkar auk heilsu okkar sjálfra. Með öðrum orðum, með því að þiggja bólusetningu gegn nýrri og lífshættulegri veiru sýnum við samfélagslega ábyrgð. Svo það sé ítrekað, þá ber ekkert okkar ábyrgð á Covid-19 vírusnum. Hins vegar er það ábyrgð okkar allra að þessi víruspadda skríði ekki óhindrað um samfélagið. Engum dettur í hug að andmæla aðgerðum gegn heilsuspillandi myglu í skólahúsnæði eða krefjast þess að reykingar verði leyfðar í almannarýmum eins og sjúkrahúsum og flugvélum, því við vitum að hvort tveggja, myglugró og tóbaksreykur, getur borist um loftið og skaðað þá sem síst geta varið sig. Við öll, sem samfélag, höfum sett okkur ýmsar reglur um hegðun og ábyrgð í daglegu lífi, til dæmis umferðarreglur sem banna akstur á rauðu ljósi og skylda okkur til að nota öryggisbelti og lög sem gera refsivert að meiða eða skaða fólk á nokkurn hátt. Fáum ef nokkrum dettur í hug að kalla slíkar reglur atlögu að borgaralegu frelsi. Enn og aftur, Covid-19 vírusinn er hvorki þér né mér að kenna. Átjánda nóvember 2021 voru 76% þjóðarinnar fullbólusett og hlutfall bólusettra tólf ára og eldri var 89%. Þessi umtalsverði meirihluti hefur sjálfviljugur ákveðið að hlusta á vísindaleg rök og axla þá samfélagslegu skyldu að þiggja bólusetningu, vitandi að með því er hann að vernda sig OG samborgara sína sem ekki hafa enn látið bólusetja sig. Svo það sé sagt skýrt og ákveðið: Covid-19 vírusinn er ekki óbólusettum að kenna. Sannreynd vísindaþekking segir okkur að því fleiri sem bólusetja sig því minni verði líkurnar á endurteknum smitbylgjum með mögulegum alvarlegum veikindum og jafnvel dauða og óhóflegu álagi á þau okkar sem standa á víglínunni andspænis Covid-19 vírusnum. Sem fyrr segir, þá er ekki skylda á Íslandi að láta bólusetja sig og því væri það rangt að refsa þeim sem af ótal ástæðum vilja ekki þiggja bólusetningu við lífshættulegum vírusum. Loks skal það áréttað að Covid-19 vírusinn er ekki heldur bólusettum að kenna. Því er ekkert sem mælir gegn því að umbuna þeim sem hafa ákveðið að taka á sig þessa samfélagslegu skyldu heildinni til heilla því hvert og eitt okkar tekur sjálfstæða ákvörðun um að þiggja bólusetningu eða sleppa henni. Þeir sem standa sig vel í námi og starfi eru gjarnan verðlaunaðir og því mætti kannski segja að það sé löngu tímabært að þeir sem axla samfélagslega ábyrgð, fylgja reglum, hlýða lögum og gæta sín í samskiptum við samborgara sína fái nú loksins að njóta þess. Reyndar er það ekki alveg óþekkt því til dæmis finnast tryggingafélög sem endurgreiða iðgjöld til tjónlausra og seljendur vöru og þjónustu hafa, af ómerkilegra tilefni, gefið ríflega afslætti fyrir jól og áramót. Það að umbuna einum jafngildir ekki refsingu annars. Með því að verðlauna samfélagslega ábyrgð sendum við jákvæða hvatningu til þeirra sem enn eiga eftir að ákveða sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Covid-19 vírusinn er ekki nokkurri manneskju að kenna. Ástæður þess að þiggja ekki bólusetningu eru líklega jafn margar og fjölbreyttar og einstaklingarnir sem ákveða það og þeir bera fulla ábyrgð á sinni ákvörðun því bólusetning er ekki skylda á Íslandi. Á hinn bóginn eru haldgóð rök fyrir því að að bólusetja sig og bestu rökin eru þau að með bólusetningu erum við að vernda heilsu samborgara okkar auk heilsu okkar sjálfra. Með öðrum orðum, með því að þiggja bólusetningu gegn nýrri og lífshættulegri veiru sýnum við samfélagslega ábyrgð. Svo það sé ítrekað, þá ber ekkert okkar ábyrgð á Covid-19 vírusnum. Hins vegar er það ábyrgð okkar allra að þessi víruspadda skríði ekki óhindrað um samfélagið. Engum dettur í hug að andmæla aðgerðum gegn heilsuspillandi myglu í skólahúsnæði eða krefjast þess að reykingar verði leyfðar í almannarýmum eins og sjúkrahúsum og flugvélum, því við vitum að hvort tveggja, myglugró og tóbaksreykur, getur borist um loftið og skaðað þá sem síst geta varið sig. Við öll, sem samfélag, höfum sett okkur ýmsar reglur um hegðun og ábyrgð í daglegu lífi, til dæmis umferðarreglur sem banna akstur á rauðu ljósi og skylda okkur til að nota öryggisbelti og lög sem gera refsivert að meiða eða skaða fólk á nokkurn hátt. Fáum ef nokkrum dettur í hug að kalla slíkar reglur atlögu að borgaralegu frelsi. Enn og aftur, Covid-19 vírusinn er hvorki þér né mér að kenna. Átjánda nóvember 2021 voru 76% þjóðarinnar fullbólusett og hlutfall bólusettra tólf ára og eldri var 89%. Þessi umtalsverði meirihluti hefur sjálfviljugur ákveðið að hlusta á vísindaleg rök og axla þá samfélagslegu skyldu að þiggja bólusetningu, vitandi að með því er hann að vernda sig OG samborgara sína sem ekki hafa enn látið bólusetja sig. Svo það sé sagt skýrt og ákveðið: Covid-19 vírusinn er ekki óbólusettum að kenna. Sannreynd vísindaþekking segir okkur að því fleiri sem bólusetja sig því minni verði líkurnar á endurteknum smitbylgjum með mögulegum alvarlegum veikindum og jafnvel dauða og óhóflegu álagi á þau okkar sem standa á víglínunni andspænis Covid-19 vírusnum. Sem fyrr segir, þá er ekki skylda á Íslandi að láta bólusetja sig og því væri það rangt að refsa þeim sem af ótal ástæðum vilja ekki þiggja bólusetningu við lífshættulegum vírusum. Loks skal það áréttað að Covid-19 vírusinn er ekki heldur bólusettum að kenna. Því er ekkert sem mælir gegn því að umbuna þeim sem hafa ákveðið að taka á sig þessa samfélagslegu skyldu heildinni til heilla því hvert og eitt okkar tekur sjálfstæða ákvörðun um að þiggja bólusetningu eða sleppa henni. Þeir sem standa sig vel í námi og starfi eru gjarnan verðlaunaðir og því mætti kannski segja að það sé löngu tímabært að þeir sem axla samfélagslega ábyrgð, fylgja reglum, hlýða lögum og gæta sín í samskiptum við samborgara sína fái nú loksins að njóta þess. Reyndar er það ekki alveg óþekkt því til dæmis finnast tryggingafélög sem endurgreiða iðgjöld til tjónlausra og seljendur vöru og þjónustu hafa, af ómerkilegra tilefni, gefið ríflega afslætti fyrir jól og áramót. Það að umbuna einum jafngildir ekki refsingu annars. Með því að verðlauna samfélagslega ábyrgð sendum við jákvæða hvatningu til þeirra sem enn eiga eftir að ákveða sig.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun