Gleði í leikskólanum Magnea Arnar skrifar 17. nóvember 2021 12:01 Leikskólinn er griðarstaður fyrir yngstu börnin okkar. Á sama tíma og börnin sleppa foreldrum sínum jafnvel í fyrsta sinn eru þau að hefja skólagöngu í sínum fyrsta skóla. Þau læra allan daginn endalaust því leikurinn er leið barnanna til þess að læra. Læra að skiptast á, læra að byggja, læra hljóð, læra hvernig lím virkar, læra hvernig best er að klæða sig fyrir útiveru, læra að hoppa. Börnin æfa hugrekki, sjálfstæði og samkennd. Þau byggja upp sterka sjálfsmynd með því að finna áhugasvið sitt og hvaða skoðanir þau hafa. Að læra að eiga í samskiptum og eignast sína fyrstu vini eru stór stökk í félagsþroska barnanna. Börnin læra að treysta kennurunum fyrir löngunum sínum, vangaveltum og áhyggjum. Ég vinn í leikskóla því það er alltaf skemmtilegt í leikskólanum, við vinnum náið saman kennararnir á deildum og það er alltaf í nægu að snúast. Á hverjum degi eru nýjar áskoranir lagðar fyrir okkur, bæði börn og kennara. Stundum fer stór hluti dagsins í að aðstoða skapandi börn í að framkvæma hluti eins og bílabúning úr pappakassa eða standandi hund úr skyrdollum. Aðra daga erum við í flóknum foreldrasamskiptum, teymisfundum og skipulagsvinnu. Flesta dagar eru þó hlátursköst yfir bröndurum fimm ára barna eða stórskemmtilegar samverur. Tíminn okkar fer í að lesa, lita og spjalla, skapa eða jafnvel að útskýra af hverju stundum eru ský og stundum ekki. Leikskólinn gefur innsýn í fjölbreytileika samfélagsins okkar þar sem allir eiga rétt á sinni tilvist og að fá að líða vel í skólasamfélaginu. Í leikskólanum okkar fá börnin að sitja í matstofu í matartímum dagsins. Þau sitja við lítil eða stór borð, sitja ein eða með félögum. Velja sér þann mat sem þau vilja af litríku hlaðborði. En þó að börnin séu alltaf dugleg að smakka nýtt þýðir það ekki að öllum þyki allt gott, og það er bara í góðu lagi. Sumir vilja vera meira úti en aðrir enda erum við öll svo ólík. Við fáum að vinna með styrkleikana okkar og hella okkur í það sem við höfum bæði áhuga á og erum góð í. Leikskólakennarar eru mikilvægir og ég vona að fleiri sjái tækifærin sem felast í því að starfa í leikskóla. Skrifar kona sem kom heim með fulla vasa af sandi eftir enn einn frábæra leikskóladaginn í dag. Höfundur er þroskaþjálfi og leikskólakennaranemi í leikskólanum Rauðhól í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólinn er griðarstaður fyrir yngstu börnin okkar. Á sama tíma og börnin sleppa foreldrum sínum jafnvel í fyrsta sinn eru þau að hefja skólagöngu í sínum fyrsta skóla. Þau læra allan daginn endalaust því leikurinn er leið barnanna til þess að læra. Læra að skiptast á, læra að byggja, læra hljóð, læra hvernig lím virkar, læra hvernig best er að klæða sig fyrir útiveru, læra að hoppa. Börnin æfa hugrekki, sjálfstæði og samkennd. Þau byggja upp sterka sjálfsmynd með því að finna áhugasvið sitt og hvaða skoðanir þau hafa. Að læra að eiga í samskiptum og eignast sína fyrstu vini eru stór stökk í félagsþroska barnanna. Börnin læra að treysta kennurunum fyrir löngunum sínum, vangaveltum og áhyggjum. Ég vinn í leikskóla því það er alltaf skemmtilegt í leikskólanum, við vinnum náið saman kennararnir á deildum og það er alltaf í nægu að snúast. Á hverjum degi eru nýjar áskoranir lagðar fyrir okkur, bæði börn og kennara. Stundum fer stór hluti dagsins í að aðstoða skapandi börn í að framkvæma hluti eins og bílabúning úr pappakassa eða standandi hund úr skyrdollum. Aðra daga erum við í flóknum foreldrasamskiptum, teymisfundum og skipulagsvinnu. Flesta dagar eru þó hlátursköst yfir bröndurum fimm ára barna eða stórskemmtilegar samverur. Tíminn okkar fer í að lesa, lita og spjalla, skapa eða jafnvel að útskýra af hverju stundum eru ský og stundum ekki. Leikskólinn gefur innsýn í fjölbreytileika samfélagsins okkar þar sem allir eiga rétt á sinni tilvist og að fá að líða vel í skólasamfélaginu. Í leikskólanum okkar fá börnin að sitja í matstofu í matartímum dagsins. Þau sitja við lítil eða stór borð, sitja ein eða með félögum. Velja sér þann mat sem þau vilja af litríku hlaðborði. En þó að börnin séu alltaf dugleg að smakka nýtt þýðir það ekki að öllum þyki allt gott, og það er bara í góðu lagi. Sumir vilja vera meira úti en aðrir enda erum við öll svo ólík. Við fáum að vinna með styrkleikana okkar og hella okkur í það sem við höfum bæði áhuga á og erum góð í. Leikskólakennarar eru mikilvægir og ég vona að fleiri sjái tækifærin sem felast í því að starfa í leikskóla. Skrifar kona sem kom heim með fulla vasa af sandi eftir enn einn frábæra leikskóladaginn í dag. Höfundur er þroskaþjálfi og leikskólakennaranemi í leikskólanum Rauðhól í Reykjavík.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun