Fallon Sherrock heldur áfram að stríða körlunum og skrifa pílusöguna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2021 08:31 Fallon Sherrock er komin í útsláttarkeppni the Grand Slam of Darts, fyrst kvenna. getty/Gregor Fischer Fallon Sherrock heldur áfram að skrifa pílusöguna en í gær varð hún fyrsta konan til að komast í sextán manna úrslit Grand Slam of Darts. Sherrock vann þá Gabriel Clemens á dramatískan hátt í lokaleik sínum í E-riðli. Clemens komst í 3-1 í viðureigninni en Sherrock vann síðustu þrjá leggina og tryggði sér sigurinn. Hún kláraði dæmið með frábæru 170 útskoti. Lokapílan endaði í miðju spjaldsins við mikinn fögnuð viðstaddra. Sherrock er með hæsta útskot allra keppenda á mótinu til þessa. !!!!!! It's stunning. It's special. It's Sherrock. A simply incredible moment from Fallon Sherrock once again... A 170 finish to beat Gabriel Clemens and progress in the @CazooUK Grand Slam of Darts!She just delivers once again pic.twitter.com/G1iVMkN2sY— PDC Darts (@OfficialPDC) November 16, 2021 „Ég er enn að komast niður á jörðina. Ég veit ekki alveg hvað ég hef gert,“ sagði Sherrock eftir sigurinn. „Að taka út 170 til að vinna. Ég er venjulega ekki góð að hitta í miðjuna en er vön að gera það til að vinna leiki.“ Sem fyrr sagði er Sherrock fyrsta konan til að komast í sextán manna úrslit the Grand Slam of Darts þar sem sterkustu pílukastarar heims leiða saman hesta sína. Another chapter in pic.twitter.com/6uvUh3lNPw— PDC Darts (@OfficialPDC) November 16, 2021 Mörgum er í fersku minni framganga Sherrocks á HM 2020. Þar varð hún fyrsta konan til að vinna leik á HM. Raunar vann hún tvo leiki og komst í sextán manna úrslit. Í 32 manna úrslitunum á HM 2020 vann Sherrock Mensur Suljovic, sama manni og hún mætir í sextán manna úrslitunum á the Grand Slam of Darts. Pílukast Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Sherrock vann þá Gabriel Clemens á dramatískan hátt í lokaleik sínum í E-riðli. Clemens komst í 3-1 í viðureigninni en Sherrock vann síðustu þrjá leggina og tryggði sér sigurinn. Hún kláraði dæmið með frábæru 170 útskoti. Lokapílan endaði í miðju spjaldsins við mikinn fögnuð viðstaddra. Sherrock er með hæsta útskot allra keppenda á mótinu til þessa. !!!!!! It's stunning. It's special. It's Sherrock. A simply incredible moment from Fallon Sherrock once again... A 170 finish to beat Gabriel Clemens and progress in the @CazooUK Grand Slam of Darts!She just delivers once again pic.twitter.com/G1iVMkN2sY— PDC Darts (@OfficialPDC) November 16, 2021 „Ég er enn að komast niður á jörðina. Ég veit ekki alveg hvað ég hef gert,“ sagði Sherrock eftir sigurinn. „Að taka út 170 til að vinna. Ég er venjulega ekki góð að hitta í miðjuna en er vön að gera það til að vinna leiki.“ Sem fyrr sagði er Sherrock fyrsta konan til að komast í sextán manna úrslit the Grand Slam of Darts þar sem sterkustu pílukastarar heims leiða saman hesta sína. Another chapter in pic.twitter.com/6uvUh3lNPw— PDC Darts (@OfficialPDC) November 16, 2021 Mörgum er í fersku minni framganga Sherrocks á HM 2020. Þar varð hún fyrsta konan til að vinna leik á HM. Raunar vann hún tvo leiki og komst í sextán manna úrslit. Í 32 manna úrslitunum á HM 2020 vann Sherrock Mensur Suljovic, sama manni og hún mætir í sextán manna úrslitunum á the Grand Slam of Darts.
Pílukast Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira