Sport

Margrét Lea og Jónas Ingi á verð­launa­pall í Wa­les

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Margrét Lea.
Margrét Lea. Fimleikasamband Íslands/Agnes Suto

Um helgina fór fram Norður-Evrópumótið í áhaldafimleikum. Landsliðin okkar höfnuðu í 5. sæti mótsins en Margrét Lea Kristinsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi í silfur á meðan Jónas Ingi Þórisson nældi í brons.

Landsliðin enduðu í 5. sæti, karlarnir voru rétt á eftir Svíum á meðan konurnar voru rétt á eftir Dönum. Af íslensku keppendunum náðu Margrét Lea og Valgarð Reinhardsson bestum árangri í fjölþraut með.

Alls átti Ísland sex keppendur í úrslitum. Upphaflega voru þeir fimm en þegar einn keppandi þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla fékk Martin Bjarni Guðmundsson sæti hans. Martin Bjarni keppti á svifrá.

Margrét Lea nældi sér í silfur í gólfæfingum með alls 12.550 stig. Jónas Ingi nældi í brons, einnig í gólfæfingum, með alls 13.750 stig.

Jónas Ingi.Fimleikasamband Íslands/Agnes Suto

Jónas Ingi keppti einnig til úrslita á stökki og svifrá. Hann endaði í 6. sæti í stökki og 7 sæti á svifrá.

Jón Sigurður Gunnarsson keppti til úrslita á hringjum og var ekki langt frá að komast á verðlaunapall, hann endaði í 4. sæti. Edda Min Harðardóttir og Valgarð kepptu til úrslita á tvíslá og höfnuðu bæði í 4. sæti.

Nánar má lesa um mótið á vef Fimleikasambands Íslands. Þar má einnig finna fleiri myndir frá mótinu.

Íslenski hópurinn.Fimleikasamband Íslands/Þórey KristinsdóttirFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.