Kærustupar vann mestu afrekin á Íslandsmótinu um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2021 10:01 Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Dadó Fenrir Jasminuson með uppskeru helgarinnar á Íslandsmótinu í 25 metra laug. Instagram/@johannaelingud Það er óhætt að segja að SH-ingarnir Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Dadó Fenrir Jasminuson hafi uppskorið vel á Íslandsmótinu í sundi um helgina. Auk allra verðlauna sína í bæði einstaklingssundum og boðsundum þá fengu þau Jóhanna og Dadó verðlaun sem stigahæsta sundfólk helgarinnar. Þau verðlaun eru veitt samkvæmt stigatöflu Alþjóðasundsambandsins FINA. Dadó Fenrir náði flestum stigum í einni grein karlamegin fyrir 100 metra skriðsund en fyrir það fékk hann 737 stig. Jóhanna Elín varð stigahæst kvennamegin með 773 stig en það fékk hún einnig fyrir 100 metra skriðsund. Það fylgir líka sögunni að þau eru kærustupar og Jóhanna Elín fagnaði árangri helgarinnar með þessari skemmtilegu færslu á Instagram síðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jo hanna Eli n Guðmundsdo ttir (@johannaelingud) „Gæti ekki verið ánægðari með hvernig þetta mót gekk. Ég tryggði mér farseðil á heimsmeistaramótið í bæði 50 og 100 metra skriðsundi. Ég vann átta gull verðlaun og bæði ég og uppáhalds manneskjan mín voru stighæsti karlinn og konan á mótinu. Fer aftur til Texas á morgun brosandi út að eyrum,“ skrifaði Jóhanna Elín. Jóhanna Elín flaug á mótið alla leið frá Texas þar sem hún stundar nám við Southern Methodist University í Dallas í Texas fylki. Skólinn var vel með á nótunum um afrek hennar heim á Íslandi eins og sjá má hér fyrir neðan. Johanna was at this weekend's Icelandic National Championsips! #PonyUp 50 free 100 free 50 fly pic.twitter.com/WwXoQ2H32h— SMU Women's SwimDive (@SMUSwimDiveW) November 14, 2021 Hún fór aftur til Texas með átta Íslandsmótsgull og farseðil á HM í Abú Dabí. Þrjú gull vann hún í einstaklingsgreinum en fimm í boðsundum. Tvö boðsundin voru blönduð sund og þar unnu þau tvö saman gull. Jóhanna Elín var sú eina á mótinu sem náði lágmörkum á heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í miðjum desember. Alls náðu ellefu sundmenn lágmörkum á Norðurlandameistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Svíþjóð í byrjun desember. Þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir höfðu þegar náð lágmörkum erlendis á þessi bæði mót en taka ekki þátt að þessu sinni. Þau sem tryggðu sig inn á Norðurlandamótið voru: Birnir Freyr Hálfdánarson (SH), Daði Björnsson (SH), Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB), Freyja Birkisdóttir (Breiðabliki), Kristín Helga Hákonardóttir (Breiðabliki), Katja Lilja Andriysdóttir (SH), Símon Elías Statkevicius (SH), Snorri Dagur Einarsson (SH), Steingerður Hauksdóttir (SH), Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir (ÍRB) og Veigar Hrafn Sigþórsson (SH). Sund Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira
Auk allra verðlauna sína í bæði einstaklingssundum og boðsundum þá fengu þau Jóhanna og Dadó verðlaun sem stigahæsta sundfólk helgarinnar. Þau verðlaun eru veitt samkvæmt stigatöflu Alþjóðasundsambandsins FINA. Dadó Fenrir náði flestum stigum í einni grein karlamegin fyrir 100 metra skriðsund en fyrir það fékk hann 737 stig. Jóhanna Elín varð stigahæst kvennamegin með 773 stig en það fékk hún einnig fyrir 100 metra skriðsund. Það fylgir líka sögunni að þau eru kærustupar og Jóhanna Elín fagnaði árangri helgarinnar með þessari skemmtilegu færslu á Instagram síðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jo hanna Eli n Guðmundsdo ttir (@johannaelingud) „Gæti ekki verið ánægðari með hvernig þetta mót gekk. Ég tryggði mér farseðil á heimsmeistaramótið í bæði 50 og 100 metra skriðsundi. Ég vann átta gull verðlaun og bæði ég og uppáhalds manneskjan mín voru stighæsti karlinn og konan á mótinu. Fer aftur til Texas á morgun brosandi út að eyrum,“ skrifaði Jóhanna Elín. Jóhanna Elín flaug á mótið alla leið frá Texas þar sem hún stundar nám við Southern Methodist University í Dallas í Texas fylki. Skólinn var vel með á nótunum um afrek hennar heim á Íslandi eins og sjá má hér fyrir neðan. Johanna was at this weekend's Icelandic National Championsips! #PonyUp 50 free 100 free 50 fly pic.twitter.com/WwXoQ2H32h— SMU Women's SwimDive (@SMUSwimDiveW) November 14, 2021 Hún fór aftur til Texas með átta Íslandsmótsgull og farseðil á HM í Abú Dabí. Þrjú gull vann hún í einstaklingsgreinum en fimm í boðsundum. Tvö boðsundin voru blönduð sund og þar unnu þau tvö saman gull. Jóhanna Elín var sú eina á mótinu sem náði lágmörkum á heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í miðjum desember. Alls náðu ellefu sundmenn lágmörkum á Norðurlandameistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Svíþjóð í byrjun desember. Þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir höfðu þegar náð lágmörkum erlendis á þessi bæði mót en taka ekki þátt að þessu sinni. Þau sem tryggðu sig inn á Norðurlandamótið voru: Birnir Freyr Hálfdánarson (SH), Daði Björnsson (SH), Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB), Freyja Birkisdóttir (Breiðabliki), Kristín Helga Hákonardóttir (Breiðabliki), Katja Lilja Andriysdóttir (SH), Símon Elías Statkevicius (SH), Snorri Dagur Einarsson (SH), Steingerður Hauksdóttir (SH), Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir (ÍRB) og Veigar Hrafn Sigþórsson (SH).
Sund Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira