Vágesturinn einelti Matthías Freyr Matthíasson skrifar 9. nóvember 2021 15:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2014 gefið út námsefnið Vinátta, sem er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir grunn- og leikskóla, frístundaheimili og dagforeldra og eru rúmlega 65% leikskóla á Íslandi og 25% grunnskóla orðnir Vináttuskólar. Með Vináttu er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum og komið í veg fyrir einelti. Einelti er flókið fyrirbæri sem hefur hlotið ýmsar skilgreiningar í gegnum árin. Einnig hefur einkennt á tíðum í opinberri umræðu ákveðin gengisfelling á hugtakinu einelti. Einstaklingar sem sinna opinberum störfum og fá á sig gagnrýni eða aðhald á störf sín hafa gripið til þess að kalla slíkt einelti, sem það er ekki endilega. Þegar slíkt orðfæri er notað er verið að senda út röng skilaboð til samfélagsins og ekki síst þeirra sem upplifa einelti í raun og veru. Skilgreining Vináttu á einelti að um sé að ræða hópfyrirbæri, sem geti verið markvisst og kerfisbundið og felur í sér beint eða óbeint útilokun einstaklings úr jafningahópnum. Þegar um er að ræða börn og ungmenni á einelti sér stað í aðstæðum sem viðkomandi hefur ekkert val um að vera í, líkt og í skólaumhverfi. Í áranna rás hefur ýmislegt verið notað sem tilefni til þess að beita útilokun, ofbeldi, kjaftasögum og svo framvegis. Líkt og útlit viðkomandi, hæfileikar, klæðnaður, veikleikar, fjölskylda og vinir viðkomandi. Í Vináttu er það nefnt sem fóður eineltis því það er mikilvægt að skilja að ekkert að ofantöldu né annað er réttlætanleg ástæða til þess að einstaklingur verði jaðarsettur úr sínum jafningahópi og það er aldrei neitt sem réttlætir að leggja einhvern í einelti. Ýmislegt hefur verið ritað og rætt og rannsakað um hvernig hægt sé að stemma stigu gegn þessum vágesti sem einelti vissulega er. Einelti getur nefnilega, ef ekkert er að gert, haft skelfilegar afleiðingar. Ekki bara fyrir þann sem upplifir það, heldur einnig þá eða þau sem taka þátt í athæfinu. Annað hvort með beinni þátttöku eða með því að standa aðgerðalaus hjá. Með því að leggja grunninn snemma og miðla til barna og ungmenna leiðum til aukinnar samkenndar, samhygðar og skilnings fyrir fjölbreytileikanum erum við sem samfélag að gera þessa einstaklinga meira reiðubúna til þess að vera jákvæðir þátttakendur í samfélaginu þar sem kærleikurinn fær að ráða ríkjum. Ábyrgðin á því liggur ekki hjá börnunum sjálfum. Ábyrgðin er alltaf hjá hinum fullorðnu, hvort sem um er ræða foreldra, kennara, íþróttaþjálfara, tómstunda- og félagsmálafræðinga og fleiri aðila sem eru í umhverfi barna. Ef við sem fullorðnir einstaklingar tileinkum okkur fjögur gildi Vináttu, sem eru; umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki og höfum þau að leiðarljósi í okkar lífi og störfum, náum við að koma þeim áleiðis til barnanna og þau læra það sem fyrir þeim er haft. Til þess að árangur náist í baráttunni gegn einelti þurfa hinir fullorðnu að taka af skarið og skoða eigin hegðun, og framkomu, bæði í ræðu og riti. Tölum af virðingu um hvert annað, sýnum hvert öðru umhyggju og umburðarlyndi og höfum hugrekki til þess að segja stopp þegar við sjáum einhvern beittan órétti og setjum mörk gegn óæskilegri hegðun. Þannig mun árangur nást og vágestinum einelti vonandi útrýmt úr okkar samfélagi Verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2014 gefið út námsefnið Vinátta, sem er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir grunn- og leikskóla, frístundaheimili og dagforeldra og eru rúmlega 65% leikskóla á Íslandi og 25% grunnskóla orðnir Vináttuskólar. Með Vináttu er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum og komið í veg fyrir einelti. Einelti er flókið fyrirbæri sem hefur hlotið ýmsar skilgreiningar í gegnum árin. Einnig hefur einkennt á tíðum í opinberri umræðu ákveðin gengisfelling á hugtakinu einelti. Einstaklingar sem sinna opinberum störfum og fá á sig gagnrýni eða aðhald á störf sín hafa gripið til þess að kalla slíkt einelti, sem það er ekki endilega. Þegar slíkt orðfæri er notað er verið að senda út röng skilaboð til samfélagsins og ekki síst þeirra sem upplifa einelti í raun og veru. Skilgreining Vináttu á einelti að um sé að ræða hópfyrirbæri, sem geti verið markvisst og kerfisbundið og felur í sér beint eða óbeint útilokun einstaklings úr jafningahópnum. Þegar um er að ræða börn og ungmenni á einelti sér stað í aðstæðum sem viðkomandi hefur ekkert val um að vera í, líkt og í skólaumhverfi. Í áranna rás hefur ýmislegt verið notað sem tilefni til þess að beita útilokun, ofbeldi, kjaftasögum og svo framvegis. Líkt og útlit viðkomandi, hæfileikar, klæðnaður, veikleikar, fjölskylda og vinir viðkomandi. Í Vináttu er það nefnt sem fóður eineltis því það er mikilvægt að skilja að ekkert að ofantöldu né annað er réttlætanleg ástæða til þess að einstaklingur verði jaðarsettur úr sínum jafningahópi og það er aldrei neitt sem réttlætir að leggja einhvern í einelti. Ýmislegt hefur verið ritað og rætt og rannsakað um hvernig hægt sé að stemma stigu gegn þessum vágesti sem einelti vissulega er. Einelti getur nefnilega, ef ekkert er að gert, haft skelfilegar afleiðingar. Ekki bara fyrir þann sem upplifir það, heldur einnig þá eða þau sem taka þátt í athæfinu. Annað hvort með beinni þátttöku eða með því að standa aðgerðalaus hjá. Með því að leggja grunninn snemma og miðla til barna og ungmenna leiðum til aukinnar samkenndar, samhygðar og skilnings fyrir fjölbreytileikanum erum við sem samfélag að gera þessa einstaklinga meira reiðubúna til þess að vera jákvæðir þátttakendur í samfélaginu þar sem kærleikurinn fær að ráða ríkjum. Ábyrgðin á því liggur ekki hjá börnunum sjálfum. Ábyrgðin er alltaf hjá hinum fullorðnu, hvort sem um er ræða foreldra, kennara, íþróttaþjálfara, tómstunda- og félagsmálafræðinga og fleiri aðila sem eru í umhverfi barna. Ef við sem fullorðnir einstaklingar tileinkum okkur fjögur gildi Vináttu, sem eru; umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki og höfum þau að leiðarljósi í okkar lífi og störfum, náum við að koma þeim áleiðis til barnanna og þau læra það sem fyrir þeim er haft. Til þess að árangur náist í baráttunni gegn einelti þurfa hinir fullorðnu að taka af skarið og skoða eigin hegðun, og framkomu, bæði í ræðu og riti. Tölum af virðingu um hvert annað, sýnum hvert öðru umhyggju og umburðarlyndi og höfum hugrekki til þess að segja stopp þegar við sjáum einhvern beittan órétti og setjum mörk gegn óæskilegri hegðun. Þannig mun árangur nást og vágestinum einelti vonandi útrýmt úr okkar samfélagi Verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun