Vágesturinn einelti Matthías Freyr Matthíasson skrifar 9. nóvember 2021 15:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2014 gefið út námsefnið Vinátta, sem er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir grunn- og leikskóla, frístundaheimili og dagforeldra og eru rúmlega 65% leikskóla á Íslandi og 25% grunnskóla orðnir Vináttuskólar. Með Vináttu er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum og komið í veg fyrir einelti. Einelti er flókið fyrirbæri sem hefur hlotið ýmsar skilgreiningar í gegnum árin. Einnig hefur einkennt á tíðum í opinberri umræðu ákveðin gengisfelling á hugtakinu einelti. Einstaklingar sem sinna opinberum störfum og fá á sig gagnrýni eða aðhald á störf sín hafa gripið til þess að kalla slíkt einelti, sem það er ekki endilega. Þegar slíkt orðfæri er notað er verið að senda út röng skilaboð til samfélagsins og ekki síst þeirra sem upplifa einelti í raun og veru. Skilgreining Vináttu á einelti að um sé að ræða hópfyrirbæri, sem geti verið markvisst og kerfisbundið og felur í sér beint eða óbeint útilokun einstaklings úr jafningahópnum. Þegar um er að ræða börn og ungmenni á einelti sér stað í aðstæðum sem viðkomandi hefur ekkert val um að vera í, líkt og í skólaumhverfi. Í áranna rás hefur ýmislegt verið notað sem tilefni til þess að beita útilokun, ofbeldi, kjaftasögum og svo framvegis. Líkt og útlit viðkomandi, hæfileikar, klæðnaður, veikleikar, fjölskylda og vinir viðkomandi. Í Vináttu er það nefnt sem fóður eineltis því það er mikilvægt að skilja að ekkert að ofantöldu né annað er réttlætanleg ástæða til þess að einstaklingur verði jaðarsettur úr sínum jafningahópi og það er aldrei neitt sem réttlætir að leggja einhvern í einelti. Ýmislegt hefur verið ritað og rætt og rannsakað um hvernig hægt sé að stemma stigu gegn þessum vágesti sem einelti vissulega er. Einelti getur nefnilega, ef ekkert er að gert, haft skelfilegar afleiðingar. Ekki bara fyrir þann sem upplifir það, heldur einnig þá eða þau sem taka þátt í athæfinu. Annað hvort með beinni þátttöku eða með því að standa aðgerðalaus hjá. Með því að leggja grunninn snemma og miðla til barna og ungmenna leiðum til aukinnar samkenndar, samhygðar og skilnings fyrir fjölbreytileikanum erum við sem samfélag að gera þessa einstaklinga meira reiðubúna til þess að vera jákvæðir þátttakendur í samfélaginu þar sem kærleikurinn fær að ráða ríkjum. Ábyrgðin á því liggur ekki hjá börnunum sjálfum. Ábyrgðin er alltaf hjá hinum fullorðnu, hvort sem um er ræða foreldra, kennara, íþróttaþjálfara, tómstunda- og félagsmálafræðinga og fleiri aðila sem eru í umhverfi barna. Ef við sem fullorðnir einstaklingar tileinkum okkur fjögur gildi Vináttu, sem eru; umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki og höfum þau að leiðarljósi í okkar lífi og störfum, náum við að koma þeim áleiðis til barnanna og þau læra það sem fyrir þeim er haft. Til þess að árangur náist í baráttunni gegn einelti þurfa hinir fullorðnu að taka af skarið og skoða eigin hegðun, og framkomu, bæði í ræðu og riti. Tölum af virðingu um hvert annað, sýnum hvert öðru umhyggju og umburðarlyndi og höfum hugrekki til þess að segja stopp þegar við sjáum einhvern beittan órétti og setjum mörk gegn óæskilegri hegðun. Þannig mun árangur nást og vágestinum einelti vonandi útrýmt úr okkar samfélagi Verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2014 gefið út námsefnið Vinátta, sem er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir grunn- og leikskóla, frístundaheimili og dagforeldra og eru rúmlega 65% leikskóla á Íslandi og 25% grunnskóla orðnir Vináttuskólar. Með Vináttu er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum og komið í veg fyrir einelti. Einelti er flókið fyrirbæri sem hefur hlotið ýmsar skilgreiningar í gegnum árin. Einnig hefur einkennt á tíðum í opinberri umræðu ákveðin gengisfelling á hugtakinu einelti. Einstaklingar sem sinna opinberum störfum og fá á sig gagnrýni eða aðhald á störf sín hafa gripið til þess að kalla slíkt einelti, sem það er ekki endilega. Þegar slíkt orðfæri er notað er verið að senda út röng skilaboð til samfélagsins og ekki síst þeirra sem upplifa einelti í raun og veru. Skilgreining Vináttu á einelti að um sé að ræða hópfyrirbæri, sem geti verið markvisst og kerfisbundið og felur í sér beint eða óbeint útilokun einstaklings úr jafningahópnum. Þegar um er að ræða börn og ungmenni á einelti sér stað í aðstæðum sem viðkomandi hefur ekkert val um að vera í, líkt og í skólaumhverfi. Í áranna rás hefur ýmislegt verið notað sem tilefni til þess að beita útilokun, ofbeldi, kjaftasögum og svo framvegis. Líkt og útlit viðkomandi, hæfileikar, klæðnaður, veikleikar, fjölskylda og vinir viðkomandi. Í Vináttu er það nefnt sem fóður eineltis því það er mikilvægt að skilja að ekkert að ofantöldu né annað er réttlætanleg ástæða til þess að einstaklingur verði jaðarsettur úr sínum jafningahópi og það er aldrei neitt sem réttlætir að leggja einhvern í einelti. Ýmislegt hefur verið ritað og rætt og rannsakað um hvernig hægt sé að stemma stigu gegn þessum vágesti sem einelti vissulega er. Einelti getur nefnilega, ef ekkert er að gert, haft skelfilegar afleiðingar. Ekki bara fyrir þann sem upplifir það, heldur einnig þá eða þau sem taka þátt í athæfinu. Annað hvort með beinni þátttöku eða með því að standa aðgerðalaus hjá. Með því að leggja grunninn snemma og miðla til barna og ungmenna leiðum til aukinnar samkenndar, samhygðar og skilnings fyrir fjölbreytileikanum erum við sem samfélag að gera þessa einstaklinga meira reiðubúna til þess að vera jákvæðir þátttakendur í samfélaginu þar sem kærleikurinn fær að ráða ríkjum. Ábyrgðin á því liggur ekki hjá börnunum sjálfum. Ábyrgðin er alltaf hjá hinum fullorðnu, hvort sem um er ræða foreldra, kennara, íþróttaþjálfara, tómstunda- og félagsmálafræðinga og fleiri aðila sem eru í umhverfi barna. Ef við sem fullorðnir einstaklingar tileinkum okkur fjögur gildi Vináttu, sem eru; umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki og höfum þau að leiðarljósi í okkar lífi og störfum, náum við að koma þeim áleiðis til barnanna og þau læra það sem fyrir þeim er haft. Til þess að árangur náist í baráttunni gegn einelti þurfa hinir fullorðnu að taka af skarið og skoða eigin hegðun, og framkomu, bæði í ræðu og riti. Tölum af virðingu um hvert annað, sýnum hvert öðru umhyggju og umburðarlyndi og höfum hugrekki til þess að segja stopp þegar við sjáum einhvern beittan órétti og setjum mörk gegn óæskilegri hegðun. Þannig mun árangur nást og vágestinum einelti vonandi útrýmt úr okkar samfélagi Verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun