Innlent

Skólar á Akra­nesi opna á morgun

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Akranesi.
Frá Akranesi. Vísir/Vilhelm

Gert er ráð fyrir allar stofnanir á skóla- og frístundasviði Akraness verði með starfsemi á morgun, en vegna fjölgunar smitaðra í sveitarfélaginu fyrir helgi var brugðið á það ráð að fella skólastaf niður.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akraness. Þar segir þó að starfsemi kunni að vera skert með einhverju móti á þeim stöðum þar sem starfsfólk eða börn eru í einangrun eða sóttkví. Þá verði kvöldstarf félagsmiðstöðvarinnar Arnardals lokað um sinn,

Foreldrar barna á Akranesi muni í dag fá nánari upplýsingar um hvernig starfseminni verður háttað næstu daga. Það er þó með þeim fyrirvara að staðan í sveitarfélaginu breytist ekki frá því sem hún er í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.