Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Edda Guðrún Andrésdóttir les kvöldfréttirnar.
Edda Guðrún Andrésdóttir les kvöldfréttirnar.

Í kvöldfréttum okkar greinir verkefnastjóri farsóttanefndar frá því að Landspítalinn sé kominn að þanmörkum vegna vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Fjölgun innlagna vegna Covid-veikinda lami aðra starfsemi spítalans.

Við fylgdumst með því þegar varðskipið Freyja kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Siglufirði í dag. Forstjóri Gæslunnar segir að skipið muni gegna mikilvægu öryggishlutverki á norðurslóðum. 

Þúsundir manna komu saman víðs vegar um heiminn í dag til að krefjast harðari aðgerða í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. 

Við heimsækjum stelpu sem sá sjálf um allan fermingarundirbúninginn loksins þegar kom að stóru stundinni en hún þurfti að fresta fermingunni í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.