Sport

Snæfríður og Steingerður enduðu í samliggjandi sætum í fyrstu grein

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sundsamband Íslands er með þrjá sundmenn á EM í ár en það eru þau Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Steingerður Hauksdóttir.
Sundsamband Íslands er með þrjá sundmenn á EM í ár en það eru þau Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Steingerður Hauksdóttir. Sundsamband Íslands

Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Steingerður Hauksdóttir voru fyrstar til að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótið í 25 metra laug sem hófst í dag í Kazan í Rússlandi.

Snæfríður og Steingerður kepptu báðar í undanrásum í 50 metra skriðsundi í morgun en þriðji íslenski keppandinn á mótinu er Anton Sveinn McKee.

Steingerður og Snæfríður Sól enduðu í samliggjandi sætum í þessari grein.

Steingerður Hauksdóttir synti á 25,94 sekúndum og endaði í 40. sæti af 48 keppendum.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti á 25,99 sekúndum og endaði í 41. sæti af 48 keppendum.

Ragnheiður Ragnarsdóttir á Íslandsmetið í 50 metra skriðsundi í 25 metra laug en það er að verða ellefu ára gamalt og 24,94 sekúndur. Slíkt sund hefði skilað stelpunum 25. sæti en ekki skilað þeim áfram í undanúrslitin.

Anton Sveinn McKee keppir næst en á morgun verður hann með í 100 metra bringusundi karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×