„Það væri gaman að fá Njarðvík“ Atli Arason skrifar 1. nóvember 2021 22:05 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var glaður að vera kominn áfram í bikarkeppninni eftir sigur á KR á heimavelli í kvöld, 84-77. Keflavík verður því með í pottinum í hádeginu á morgun þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Liðin sem verða í pottinum auk Keflavíkur eru Njarðvík, Valur, Þór Þ., Haukar, ÍR, Grindavík og Stjarnan. Aðspurður að óskamótherja í 8 liða úrslitum þá kveðst Hjalti vera spenntur fyrir nágrannaslag. „Það væri gaman að fá Njarðvík. Það væri rosalega gaman fyrir bæjarfélagið en að öðru leyti eru þetta allt góð lið og við tökum bara næsta mótherja sama hver það verður,“ svaraði Hjalti Þór Vilhjálmsson í viðtali við Vísi eftir leik. Það var í raun frábær seinni hálfleikur hjá heimamönnum sem skilaði því að þeir unnu leikinn en Keflvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld mjög illa og töpuðu fyrsta leikhluta með 11 stigum, 22-33, en unnu svo alla hina leikhlutana. Þrátt fyrir það var Hjalti í raun bara sáttur með síðasta fjórðunginn hjá sínum mönnum. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn áfram í 8 liða úrslit, Það er það sem skiptir máli en mér fannst við vera rosalega flatir til að byrja með og í raun flatir alveg fyrstu þrjá leikhlutana. Það kom svo smá orka með Dóra og Magga í fyrri hálfleik en að öðru leyti fannst mér við geta gert miklu meira orkulega séð. Við gerðum annars vel í að klára þennan leik,“ sagði Hjalti. „Þetta var rosa flatt og rosa skrítið. Kannski voru menn að gera of mikið úr þessum leik fyrir fram. Þetta er náttúrulega bara körfubolti og menn eru enn þá að læra inn á hvorn annan.“ Það var mikill munur á liði Keflavíkur á milli hálfleikja, Hjalti vildi þó ekki meina að hálfleiksræðan sín hafi skipt sköpum í viðsnúningi Keflavíkur, en heimamenn voru sex stigum undir í hálfleik. „Nei nei, við fórum bara yfir grunnatriðin. Okkur vantaði orku í leik okkar, það var númer eitt tvö og þrjú. Við vorum að leyfa þeim að koma upp með boltann og það var enginn pressa á boltanum eða neitt slíkt. Við vorum hálf flatir og við ákvöðum að laga það í seinni hálfleik. Það var það sem skóp þennan sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 1. nóvember 2021 21:10 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Keflavík verður því með í pottinum í hádeginu á morgun þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Liðin sem verða í pottinum auk Keflavíkur eru Njarðvík, Valur, Þór Þ., Haukar, ÍR, Grindavík og Stjarnan. Aðspurður að óskamótherja í 8 liða úrslitum þá kveðst Hjalti vera spenntur fyrir nágrannaslag. „Það væri gaman að fá Njarðvík. Það væri rosalega gaman fyrir bæjarfélagið en að öðru leyti eru þetta allt góð lið og við tökum bara næsta mótherja sama hver það verður,“ svaraði Hjalti Þór Vilhjálmsson í viðtali við Vísi eftir leik. Það var í raun frábær seinni hálfleikur hjá heimamönnum sem skilaði því að þeir unnu leikinn en Keflvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld mjög illa og töpuðu fyrsta leikhluta með 11 stigum, 22-33, en unnu svo alla hina leikhlutana. Þrátt fyrir það var Hjalti í raun bara sáttur með síðasta fjórðunginn hjá sínum mönnum. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn áfram í 8 liða úrslit, Það er það sem skiptir máli en mér fannst við vera rosalega flatir til að byrja með og í raun flatir alveg fyrstu þrjá leikhlutana. Það kom svo smá orka með Dóra og Magga í fyrri hálfleik en að öðru leyti fannst mér við geta gert miklu meira orkulega séð. Við gerðum annars vel í að klára þennan leik,“ sagði Hjalti. „Þetta var rosa flatt og rosa skrítið. Kannski voru menn að gera of mikið úr þessum leik fyrir fram. Þetta er náttúrulega bara körfubolti og menn eru enn þá að læra inn á hvorn annan.“ Það var mikill munur á liði Keflavíkur á milli hálfleikja, Hjalti vildi þó ekki meina að hálfleiksræðan sín hafi skipt sköpum í viðsnúningi Keflavíkur, en heimamenn voru sex stigum undir í hálfleik. „Nei nei, við fórum bara yfir grunnatriðin. Okkur vantaði orku í leik okkar, það var númer eitt tvö og þrjú. Við vorum að leyfa þeim að koma upp með boltann og það var enginn pressa á boltanum eða neitt slíkt. Við vorum hálf flatir og við ákvöðum að laga það í seinni hálfleik. Það var það sem skóp þennan sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.
Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 1. nóvember 2021 21:10 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 1. nóvember 2021 21:10