Haukar frumsýna nýjan bandarískan leikmann í Evrópuleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 13:31 Bjarni Magnússon ræðir við hina bandarísku Haiden Palmer sem hefur ekki skorað nógu mikið í Evrópuleikjunum í vetur. Vísir/Bára Dröfn Haukakonur hafa sótt sér liðstyrk frá Bandaríkjunum en framherjinn Briana Gray er komin með leikheimild hjá FIBA og getur því tekið þátt í Evrópuleiknum á Ásvöllum í kvöld. Haukarnir mæta tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 í kvöld og þetta ætti að vera auðveldara verkefni en þegar Haukaliðið tapaði stórt í fyrsta heimaleik sínum í riðlinum. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, glímir við meiðsli og mun Gray hjálpa Hafnarfjarðarliðinu í þessum krefjandi leik. Briana Gray er 26 ára gömul og spilar sem lítill framherji. Hún byrjaði þetta tímabil með Sparta í Lúxemborg þar sem hún var með 12,0 stig, 6,8 fráköst og 1,5 stoðsendingar í leik. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Magnússon um nýja leikmanninn í gær en hún mun vera með Haukaliðinu næstu tvo mánuði í Evrópukeppninni þar sem spila má með fleiri bandaríska leikmenn en hér heima. Briana Gray á æfingu með Haukum í gær.Skjámynd/S2 Sport „Þetta er geggjaður leikmaður. Undirbúningsvinnan var ekki eins mikil og vanalega þegar við erum að leita að erlendum leikmönnum. Þær heimildir sem við höfum fengið þá sjáum við að þetta sé stelpa sem er búin að spila í Evrópu í nokkur ár og er með reynslu,“ sagði Bjarni Magnússon. „Þetta er týpa af leikmanni sem við teljum okkur vanta svolítið. Hún er árásagjörn á körfuna og góð á báðum endum vallarins. Hún getur spilað margar stöður og við erum bjartsýn að hún geti aðstoðað okkur í þessu,“ sagði Bjarni. Briana Gray lék með Torpan Pojat í Finnlandi tímabilið 2018-19 og var þar með 8,7 stig, 5,0 fráköst og 1,7 stoðsendingar í leik. Í rúmensku deildinni 2019-20 var hún með 19,3 stig, 9,3 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali með liði CS Municipal Alexandria. Gray hefur einnig spilað í Portúgal, Úkraínu og Ástralíu síðan hún útskrifaðist úr Weber State árið 2018. Á síðasta ári sínu í háskólaboltanum með Weber State var hún með 8,0 stig, 5,0 fráköst og 1,1 stoðsendingu í leik. Körfubolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
Haukarnir mæta tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 í kvöld og þetta ætti að vera auðveldara verkefni en þegar Haukaliðið tapaði stórt í fyrsta heimaleik sínum í riðlinum. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, glímir við meiðsli og mun Gray hjálpa Hafnarfjarðarliðinu í þessum krefjandi leik. Briana Gray er 26 ára gömul og spilar sem lítill framherji. Hún byrjaði þetta tímabil með Sparta í Lúxemborg þar sem hún var með 12,0 stig, 6,8 fráköst og 1,5 stoðsendingar í leik. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Magnússon um nýja leikmanninn í gær en hún mun vera með Haukaliðinu næstu tvo mánuði í Evrópukeppninni þar sem spila má með fleiri bandaríska leikmenn en hér heima. Briana Gray á æfingu með Haukum í gær.Skjámynd/S2 Sport „Þetta er geggjaður leikmaður. Undirbúningsvinnan var ekki eins mikil og vanalega þegar við erum að leita að erlendum leikmönnum. Þær heimildir sem við höfum fengið þá sjáum við að þetta sé stelpa sem er búin að spila í Evrópu í nokkur ár og er með reynslu,“ sagði Bjarni Magnússon. „Þetta er týpa af leikmanni sem við teljum okkur vanta svolítið. Hún er árásagjörn á körfuna og góð á báðum endum vallarins. Hún getur spilað margar stöður og við erum bjartsýn að hún geti aðstoðað okkur í þessu,“ sagði Bjarni. Briana Gray lék með Torpan Pojat í Finnlandi tímabilið 2018-19 og var þar með 8,7 stig, 5,0 fráköst og 1,7 stoðsendingar í leik. Í rúmensku deildinni 2019-20 var hún með 19,3 stig, 9,3 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali með liði CS Municipal Alexandria. Gray hefur einnig spilað í Portúgal, Úkraínu og Ástralíu síðan hún útskrifaðist úr Weber State árið 2018. Á síðasta ári sínu í háskólaboltanum með Weber State var hún með 8,0 stig, 5,0 fráköst og 1,1 stoðsendingu í leik.
Körfubolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum