Mikil ostborgaravonbrigði í spænskri lýsingu á sigri Njarðvíkur Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2021 14:30 Benedikt Guðmundsson fer yfir málin í leikhléi Njarðvíkinga en Roc Massaguer og félagi hans fylgjast spenntir með frá Spáni. twitch.tv/outconsumer Leikur Njarðvíkur og Vals á föstudaginn var í spænskri lýsingu á Twitch-rás þar sem lýsendurnir fylgust afar spenntir með því hvort að Njarðvíkingar næðu að tryggja stuðningsmönnum sínum frían hamborgara. Njarðvík vann Val 96-67 í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn var ekki aðeins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport heldur fylgdust nokkur þúsund manns með leiknum í streymi á Twitch-rás Spánverjans Roc Massaguer. Aðalástæðan fyrir þessari alþjóðlegu útsendingu virðist vera Argentínumaðurinn Nicolás Richotti sem á sér aðdáendur á Spáni eftir að hafa spilað þar um árabil, meðal annars í áratug á Tenerife. Hann skoraði 19 stig fyrir Njarðvík. Massaguer og félagi hans í lýsingunni voru meira að segja með fulltrúa í Ljónagryfjunni sem ræddi við áhorfendur og þeir fengu svo viðtal við Richotti. Massaguer er með notendanafnið Outconsumer og 111.000 fylgjendur á Twitch sem er síða þar sem hægt er að streyma alls konar efni, til að mynda tölvuleikjum. Kjartan Atli Kjartansson og félagar fóru yfir málið í Subway-körfuboltakvöldi og sýndu brot af útsendingunni á Twitch: Klippa: Körfuboltakvöld - Njarðvík og Valur í spænskri lýsingu á Twitch Spánverjarnir virtust spenntastir fyrir því að sjá hvort að áhorfendur á leiknum fengju frían hamborgara. Hamborgarakeðjan Smass hafði nefnilega lofað miðahöfum fríum ostborgara ef Njarðvík næði að skora að minnsta kosti 100 stig. Lýsendurnir æstust þannig mjög þegar Mario Matasovic kom Njarðvík í 96 stig þegar enn voru tæpar 50 sekúndur eftir, en bauluðu þegar Njarðvík reyndi ekki að skora úr lokasókn sinni og kölluðu eftir því að fá eina þriggja stiga körfu og víti að auki til að 100 stiga markið næðist. Hluta af streyminu hjá Outconsumer má sjá hér að neðan: Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Valur Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Njarðvík vann Val 96-67 í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn var ekki aðeins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport heldur fylgdust nokkur þúsund manns með leiknum í streymi á Twitch-rás Spánverjans Roc Massaguer. Aðalástæðan fyrir þessari alþjóðlegu útsendingu virðist vera Argentínumaðurinn Nicolás Richotti sem á sér aðdáendur á Spáni eftir að hafa spilað þar um árabil, meðal annars í áratug á Tenerife. Hann skoraði 19 stig fyrir Njarðvík. Massaguer og félagi hans í lýsingunni voru meira að segja með fulltrúa í Ljónagryfjunni sem ræddi við áhorfendur og þeir fengu svo viðtal við Richotti. Massaguer er með notendanafnið Outconsumer og 111.000 fylgjendur á Twitch sem er síða þar sem hægt er að streyma alls konar efni, til að mynda tölvuleikjum. Kjartan Atli Kjartansson og félagar fóru yfir málið í Subway-körfuboltakvöldi og sýndu brot af útsendingunni á Twitch: Klippa: Körfuboltakvöld - Njarðvík og Valur í spænskri lýsingu á Twitch Spánverjarnir virtust spenntastir fyrir því að sjá hvort að áhorfendur á leiknum fengju frían hamborgara. Hamborgarakeðjan Smass hafði nefnilega lofað miðahöfum fríum ostborgara ef Njarðvík næði að skora að minnsta kosti 100 stig. Lýsendurnir æstust þannig mjög þegar Mario Matasovic kom Njarðvík í 96 stig þegar enn voru tæpar 50 sekúndur eftir, en bauluðu þegar Njarðvík reyndi ekki að skora úr lokasókn sinni og kölluðu eftir því að fá eina þriggja stiga körfu og víti að auki til að 100 stiga markið næðist. Hluta af streyminu hjá Outconsumer má sjá hér að neðan:
Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Valur Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira