Mikil ostborgaravonbrigði í spænskri lýsingu á sigri Njarðvíkur Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2021 14:30 Benedikt Guðmundsson fer yfir málin í leikhléi Njarðvíkinga en Roc Massaguer og félagi hans fylgjast spenntir með frá Spáni. twitch.tv/outconsumer Leikur Njarðvíkur og Vals á föstudaginn var í spænskri lýsingu á Twitch-rás þar sem lýsendurnir fylgust afar spenntir með því hvort að Njarðvíkingar næðu að tryggja stuðningsmönnum sínum frían hamborgara. Njarðvík vann Val 96-67 í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn var ekki aðeins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport heldur fylgdust nokkur þúsund manns með leiknum í streymi á Twitch-rás Spánverjans Roc Massaguer. Aðalástæðan fyrir þessari alþjóðlegu útsendingu virðist vera Argentínumaðurinn Nicolás Richotti sem á sér aðdáendur á Spáni eftir að hafa spilað þar um árabil, meðal annars í áratug á Tenerife. Hann skoraði 19 stig fyrir Njarðvík. Massaguer og félagi hans í lýsingunni voru meira að segja með fulltrúa í Ljónagryfjunni sem ræddi við áhorfendur og þeir fengu svo viðtal við Richotti. Massaguer er með notendanafnið Outconsumer og 111.000 fylgjendur á Twitch sem er síða þar sem hægt er að streyma alls konar efni, til að mynda tölvuleikjum. Kjartan Atli Kjartansson og félagar fóru yfir málið í Subway-körfuboltakvöldi og sýndu brot af útsendingunni á Twitch: Klippa: Körfuboltakvöld - Njarðvík og Valur í spænskri lýsingu á Twitch Spánverjarnir virtust spenntastir fyrir því að sjá hvort að áhorfendur á leiknum fengju frían hamborgara. Hamborgarakeðjan Smass hafði nefnilega lofað miðahöfum fríum ostborgara ef Njarðvík næði að skora að minnsta kosti 100 stig. Lýsendurnir æstust þannig mjög þegar Mario Matasovic kom Njarðvík í 96 stig þegar enn voru tæpar 50 sekúndur eftir, en bauluðu þegar Njarðvík reyndi ekki að skora úr lokasókn sinni og kölluðu eftir því að fá eina þriggja stiga körfu og víti að auki til að 100 stiga markið næðist. Hluta af streyminu hjá Outconsumer má sjá hér að neðan: Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Valur Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Njarðvík vann Val 96-67 í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn var ekki aðeins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport heldur fylgdust nokkur þúsund manns með leiknum í streymi á Twitch-rás Spánverjans Roc Massaguer. Aðalástæðan fyrir þessari alþjóðlegu útsendingu virðist vera Argentínumaðurinn Nicolás Richotti sem á sér aðdáendur á Spáni eftir að hafa spilað þar um árabil, meðal annars í áratug á Tenerife. Hann skoraði 19 stig fyrir Njarðvík. Massaguer og félagi hans í lýsingunni voru meira að segja með fulltrúa í Ljónagryfjunni sem ræddi við áhorfendur og þeir fengu svo viðtal við Richotti. Massaguer er með notendanafnið Outconsumer og 111.000 fylgjendur á Twitch sem er síða þar sem hægt er að streyma alls konar efni, til að mynda tölvuleikjum. Kjartan Atli Kjartansson og félagar fóru yfir málið í Subway-körfuboltakvöldi og sýndu brot af útsendingunni á Twitch: Klippa: Körfuboltakvöld - Njarðvík og Valur í spænskri lýsingu á Twitch Spánverjarnir virtust spenntastir fyrir því að sjá hvort að áhorfendur á leiknum fengju frían hamborgara. Hamborgarakeðjan Smass hafði nefnilega lofað miðahöfum fríum ostborgara ef Njarðvík næði að skora að minnsta kosti 100 stig. Lýsendurnir æstust þannig mjög þegar Mario Matasovic kom Njarðvík í 96 stig þegar enn voru tæpar 50 sekúndur eftir, en bauluðu þegar Njarðvík reyndi ekki að skora úr lokasókn sinni og kölluðu eftir því að fá eina þriggja stiga körfu og víti að auki til að 100 stiga markið næðist. Hluta af streyminu hjá Outconsumer má sjá hér að neðan:
Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Valur Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins