Lífið

Taktu þátt: Hvort syngur Elísabet Ormslev eða Svala Björgvins betur í karókí?

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Stórvinkonurnar Svala Björgvins og Elísabet Ormslev þreyta kappi í þætti dagsins.
Stórvinkonurnar Svala Björgvins og Elísabet Ormslev þreyta kappi í þætti dagsins. Getty/vísir

Útvarpsþátturinn FM95BLÖ fór af stað með karókíkeppni í síðustu viku og er nú komið að annarri umferð. Í þetta sinn brýna raustirnar þær Elísabet Ormslev og Svala Björgvins. Hlustendur þáttarins meta hvor stóð sig betur.

Þeir félagar Auddi, Steindi og Gillz í FM95BLÖ lofa heljarinnar karókíkeppni næstu vikur. Von er á mörgum af flottustu söngvurum þjóðarinnar og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir standa sig. Í næstu viku eru það engar aðrar en stórsöngkonurnar Bríet og GDRN sem mætast.

Elísabet Ormslev tekur lagið My Mind með Yebba og Svala Björgvins syngur The Power of Love með Céline Dion. Hægt er að hlusta á flutning þeirra í spilurunum hér fyrir neðan og eru hlustendur síðan beðnir um að taka þátt í kosningunni neðst í fréttinni til að velja þann sem á skilið að fara áfram í keppninni.


Elísabet Ormslev - My Mind

Klippa: Elísabet Ormslev í karókí - My Mind

Svala Björgvins - The Power of Love

Klippa: Svala Björgvins í karókí - The Power of Love

Jæja, nú er komið að þér að velja. Hvor vinkvennanna stóð sig betur og á skilið að fara áfram í næstu umferð?
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.