Handbolti

Aron og Sig­valdi Björn stór­kost­legir í sigrum Ála­borgar og Ki­elce í Meistara­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron var frábær í kvöld.
Aron var frábær í kvöld. Nordjyske/Henrik Bo

Íslensku landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson fóru á kostum í sigrum liða sinna í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Aron virðist vera búinn að ná sér af meiðslunum sem hafa verið að hrjá hann undanfarið en hann átti stórbrotinn leik í fjögurra marka sigri Álaborgar á HC Vardar í kvöld. 

Lokatölur 33-29 þar sem Aron gerði sér lítið fyrir og var markahæstur í liði Álaborgar með átta mörk ásamt því að vera stoðsendingahæstur á vellinum með fjórar slíkar.

Í Póllandi vann Vive Kielce sex marka sigur á Porto, lokatölur þar 39-33. Alls litu tíu íslensk mörk dagsins ljós í leiknum en Sigvaldi Björn skoraði níu mörk úr aðeins tíu skotum. Þá bætti Haukur Þrastarsson við einu marki.

Sigvaldi Björn átti frábæran leik í kvöld.Kielce

Þá unnu Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Elverum góðan fimm marka sigur á Zagreb, lokatölur 30-25.

Álaborg trónir sem fyrr á toppi A-riðils með átta stig að loknum fimm leikjum. Elverum er í 4. sæti með sex stig. Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í Montpellier geta farið upp í sjö stig með sigri á Meshkov Brest síðar í kvöld.

Kielce er á toppi B-riðils með átta stig en bæði Barcelona og Veszprém geta bæði jafnað liðið að stigum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.