Betri umferð Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 20. október 2021 12:01 Samfélagið er smám saman að færast í fyrra horf frá því heimsfaraldur hóf göngu sína og umturnaði því skipulagi sem við eigum að venjast. Vissulega er þetta ekki búið en smám saman fækkar takmörkunum og má meðal annars merkja það á nýjustu umferðartölum. En aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum. Umferðarmet í september Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar var umferð á höfuðborgarsvæðinu í september 6% meiri en í fyrra, en umferð í september hefur aldrei mælst jafnmikil. Þetta er mesta umferð í einum mánuði fyrir utan að örlítið meiri umferð mældist í maí árið 2019. September 2021 er því næstmesti umferðarmánuður frá upphafi mælinga. Skemmst er þess að minnast þegar umferð dróst verulega saman árið 2020 í kjölfar sóttvarnaraðgerða en mælanleg áhrif sóttvarnaraðgerða komu fram í viku 12 árið 2020. Nú hefur umferðin aukist um 6,3% frá áramótum það sem af er ári miðað við sama tímabil á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar þarf að leita aftur til ársins 2017 til að finna meiri aukningu miðað við árstíma. Fleiri á ferðinni Óhjákvæmilegur fylgifiskur aukins umferðarálags er aukin hætta á árekstrum. Því fleiri sem eru á ferðinni því meiri líkur á samstuði. Því er eftir sem áður mikilvægt að vera vel vakandi í umferðinni og fara eftir umferðarreglum. Ein leið til að minnka líkur á árekstri er að gæta vel að hámarkshraða en fjölda slysa má rekja til hraðaksturs. Því hraðar sem bíll fer þeim mun lengri er hemlunarvegalengdin. Því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á alvarlegu slysi. Þegar ekið er of hratt eiga ökumenn erfiðara með að bregðast við á öruggan hátt ef eitthvað óvænt kemur upp á og líklegra er að ökumaður missi stjórn á ökutækinu. Hámarkshraði er mikilvægur Í mörgum íbúðarhverfum og í grennd við skóla gildir 30 km hámarkshraði. Þar er algengt að gangandi vegfarendur séu á ferð og oft börn sem ferðast hvað mest með virkum hætti, gangandi eða hjólandi. Mikill munur er á því að vera á 30 kílómetra eða 50 kílómetra hraða, svo dæmi sé tekið. Hemlunarvegalengd lengist umtalsvert en það er sú vegalengd sem ökutækið fer frá því byrjað er að hemla þar til ökutækið stöðvast. Hemlunarvegalengd ökutækja á 50 km hraða er um 14 metrar. Á undan líður viðbragðstími frá því ökumaður skynjar nauðsyn þess að hemla þar til hann stígur á bremsuna. Viðbragðstími bílstjóra er yfirleitt um það bil ein sekúnda en bíllinn getur engu að síður farið nokkra tugi metra á þeim tíma ef hraðinn er umtalsverður. Við getum því rétt ímyndað okkur atburðarásina ef barn hleypur skyndilega yfir gangbraut og bíl er ekið á yfir 50 km hraða á klukkustund. Hemlunarvegalengd er einkum háð ökuhraða og veggripi og því er einnig mikilvægt að vera vel búin á góðum dekkjum sem henta aðstæðum. Loftþrýstingur í dekkjum hefur einnig áhrif á stöðugleika og hemlunarvegalengd og hafa þarf í huga að ökutæki hreyfast á mismunandi hátt eftir því hversu stór og þung þau eru. Athygli við aksturinn Auk þess að vera vel búin og virða umferðarreglur er nauðsynlegt að hafa fulla athygli við aksturinn. Umferðin er samspil margra hluta, síbreytileg og kvik. Því getur augnabliks athugunarleysi reynst dýrkeypt. Þegar þú notar símann undir stýri er margfalt líklegra að þú lendir í slysi. Ef þú skrifar skilaboð undir stýri líturðu af veginum í fimm sekúndur að meðaltali. Það þýðir að á 70 kílómetra hraða keyrir þú nær 100 metra blindandi. Á 90 kílómetra hraða keyrir þú 125 metra blindandi sem er lengra en heill fótboltavöllur! Það gefur augaleið að við þessar aðstæður ertu lengur að bremsa, viðbragðstíminn lengist um allt að helming og líkur á að þú lendir í umferðarslysi tuttugufaldast. Með því að sleppa því að nota síma undir stýri eykur þú öryggi þitt og annarra í umferðinni til muna og rétt er að minna á að ólöglegt er að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur ökutækja. Þegar rökkva tekur er enn fremur mikilvægt að vera á varðbergi og taka vel eftir. Börn á leið í skóla sjást oft illa í ljósaskiptunum og mikilvægt er að nota endurskinsmerki. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau og ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella. Hægt er að fá endurskinsmerki víða, meðal annars hjá Sjóvá og gæta þarf þess að hafa þau sýnileg. Leggjumst á eitt Við erum öll hluti af umferðinni og því er það sameiginlegt verkefni okkar að láta hana ganga upp þannig að allir skili sér heilir heim. Það gerist ekki öðruvísi en að allir axli ábyrgð, fari eftir umferðarreglum og sýni varkárni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Slysavarnir Mest lesið Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samfélagið er smám saman að færast í fyrra horf frá því heimsfaraldur hóf göngu sína og umturnaði því skipulagi sem við eigum að venjast. Vissulega er þetta ekki búið en smám saman fækkar takmörkunum og má meðal annars merkja það á nýjustu umferðartölum. En aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum. Umferðarmet í september Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar var umferð á höfuðborgarsvæðinu í september 6% meiri en í fyrra, en umferð í september hefur aldrei mælst jafnmikil. Þetta er mesta umferð í einum mánuði fyrir utan að örlítið meiri umferð mældist í maí árið 2019. September 2021 er því næstmesti umferðarmánuður frá upphafi mælinga. Skemmst er þess að minnast þegar umferð dróst verulega saman árið 2020 í kjölfar sóttvarnaraðgerða en mælanleg áhrif sóttvarnaraðgerða komu fram í viku 12 árið 2020. Nú hefur umferðin aukist um 6,3% frá áramótum það sem af er ári miðað við sama tímabil á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar þarf að leita aftur til ársins 2017 til að finna meiri aukningu miðað við árstíma. Fleiri á ferðinni Óhjákvæmilegur fylgifiskur aukins umferðarálags er aukin hætta á árekstrum. Því fleiri sem eru á ferðinni því meiri líkur á samstuði. Því er eftir sem áður mikilvægt að vera vel vakandi í umferðinni og fara eftir umferðarreglum. Ein leið til að minnka líkur á árekstri er að gæta vel að hámarkshraða en fjölda slysa má rekja til hraðaksturs. Því hraðar sem bíll fer þeim mun lengri er hemlunarvegalengdin. Því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á alvarlegu slysi. Þegar ekið er of hratt eiga ökumenn erfiðara með að bregðast við á öruggan hátt ef eitthvað óvænt kemur upp á og líklegra er að ökumaður missi stjórn á ökutækinu. Hámarkshraði er mikilvægur Í mörgum íbúðarhverfum og í grennd við skóla gildir 30 km hámarkshraði. Þar er algengt að gangandi vegfarendur séu á ferð og oft börn sem ferðast hvað mest með virkum hætti, gangandi eða hjólandi. Mikill munur er á því að vera á 30 kílómetra eða 50 kílómetra hraða, svo dæmi sé tekið. Hemlunarvegalengd lengist umtalsvert en það er sú vegalengd sem ökutækið fer frá því byrjað er að hemla þar til ökutækið stöðvast. Hemlunarvegalengd ökutækja á 50 km hraða er um 14 metrar. Á undan líður viðbragðstími frá því ökumaður skynjar nauðsyn þess að hemla þar til hann stígur á bremsuna. Viðbragðstími bílstjóra er yfirleitt um það bil ein sekúnda en bíllinn getur engu að síður farið nokkra tugi metra á þeim tíma ef hraðinn er umtalsverður. Við getum því rétt ímyndað okkur atburðarásina ef barn hleypur skyndilega yfir gangbraut og bíl er ekið á yfir 50 km hraða á klukkustund. Hemlunarvegalengd er einkum háð ökuhraða og veggripi og því er einnig mikilvægt að vera vel búin á góðum dekkjum sem henta aðstæðum. Loftþrýstingur í dekkjum hefur einnig áhrif á stöðugleika og hemlunarvegalengd og hafa þarf í huga að ökutæki hreyfast á mismunandi hátt eftir því hversu stór og þung þau eru. Athygli við aksturinn Auk þess að vera vel búin og virða umferðarreglur er nauðsynlegt að hafa fulla athygli við aksturinn. Umferðin er samspil margra hluta, síbreytileg og kvik. Því getur augnabliks athugunarleysi reynst dýrkeypt. Þegar þú notar símann undir stýri er margfalt líklegra að þú lendir í slysi. Ef þú skrifar skilaboð undir stýri líturðu af veginum í fimm sekúndur að meðaltali. Það þýðir að á 70 kílómetra hraða keyrir þú nær 100 metra blindandi. Á 90 kílómetra hraða keyrir þú 125 metra blindandi sem er lengra en heill fótboltavöllur! Það gefur augaleið að við þessar aðstæður ertu lengur að bremsa, viðbragðstíminn lengist um allt að helming og líkur á að þú lendir í umferðarslysi tuttugufaldast. Með því að sleppa því að nota síma undir stýri eykur þú öryggi þitt og annarra í umferðinni til muna og rétt er að minna á að ólöglegt er að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur ökutækja. Þegar rökkva tekur er enn fremur mikilvægt að vera á varðbergi og taka vel eftir. Börn á leið í skóla sjást oft illa í ljósaskiptunum og mikilvægt er að nota endurskinsmerki. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau og ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella. Hægt er að fá endurskinsmerki víða, meðal annars hjá Sjóvá og gæta þarf þess að hafa þau sýnileg. Leggjumst á eitt Við erum öll hluti af umferðinni og því er það sameiginlegt verkefni okkar að láta hana ganga upp þannig að allir skili sér heilir heim. Það gerist ekki öðruvísi en að allir axli ábyrgð, fari eftir umferðarreglum og sýni varkárni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun