Betri umferð Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 20. október 2021 12:01 Samfélagið er smám saman að færast í fyrra horf frá því heimsfaraldur hóf göngu sína og umturnaði því skipulagi sem við eigum að venjast. Vissulega er þetta ekki búið en smám saman fækkar takmörkunum og má meðal annars merkja það á nýjustu umferðartölum. En aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum. Umferðarmet í september Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar var umferð á höfuðborgarsvæðinu í september 6% meiri en í fyrra, en umferð í september hefur aldrei mælst jafnmikil. Þetta er mesta umferð í einum mánuði fyrir utan að örlítið meiri umferð mældist í maí árið 2019. September 2021 er því næstmesti umferðarmánuður frá upphafi mælinga. Skemmst er þess að minnast þegar umferð dróst verulega saman árið 2020 í kjölfar sóttvarnaraðgerða en mælanleg áhrif sóttvarnaraðgerða komu fram í viku 12 árið 2020. Nú hefur umferðin aukist um 6,3% frá áramótum það sem af er ári miðað við sama tímabil á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar þarf að leita aftur til ársins 2017 til að finna meiri aukningu miðað við árstíma. Fleiri á ferðinni Óhjákvæmilegur fylgifiskur aukins umferðarálags er aukin hætta á árekstrum. Því fleiri sem eru á ferðinni því meiri líkur á samstuði. Því er eftir sem áður mikilvægt að vera vel vakandi í umferðinni og fara eftir umferðarreglum. Ein leið til að minnka líkur á árekstri er að gæta vel að hámarkshraða en fjölda slysa má rekja til hraðaksturs. Því hraðar sem bíll fer þeim mun lengri er hemlunarvegalengdin. Því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á alvarlegu slysi. Þegar ekið er of hratt eiga ökumenn erfiðara með að bregðast við á öruggan hátt ef eitthvað óvænt kemur upp á og líklegra er að ökumaður missi stjórn á ökutækinu. Hámarkshraði er mikilvægur Í mörgum íbúðarhverfum og í grennd við skóla gildir 30 km hámarkshraði. Þar er algengt að gangandi vegfarendur séu á ferð og oft börn sem ferðast hvað mest með virkum hætti, gangandi eða hjólandi. Mikill munur er á því að vera á 30 kílómetra eða 50 kílómetra hraða, svo dæmi sé tekið. Hemlunarvegalengd lengist umtalsvert en það er sú vegalengd sem ökutækið fer frá því byrjað er að hemla þar til ökutækið stöðvast. Hemlunarvegalengd ökutækja á 50 km hraða er um 14 metrar. Á undan líður viðbragðstími frá því ökumaður skynjar nauðsyn þess að hemla þar til hann stígur á bremsuna. Viðbragðstími bílstjóra er yfirleitt um það bil ein sekúnda en bíllinn getur engu að síður farið nokkra tugi metra á þeim tíma ef hraðinn er umtalsverður. Við getum því rétt ímyndað okkur atburðarásina ef barn hleypur skyndilega yfir gangbraut og bíl er ekið á yfir 50 km hraða á klukkustund. Hemlunarvegalengd er einkum háð ökuhraða og veggripi og því er einnig mikilvægt að vera vel búin á góðum dekkjum sem henta aðstæðum. Loftþrýstingur í dekkjum hefur einnig áhrif á stöðugleika og hemlunarvegalengd og hafa þarf í huga að ökutæki hreyfast á mismunandi hátt eftir því hversu stór og þung þau eru. Athygli við aksturinn Auk þess að vera vel búin og virða umferðarreglur er nauðsynlegt að hafa fulla athygli við aksturinn. Umferðin er samspil margra hluta, síbreytileg og kvik. Því getur augnabliks athugunarleysi reynst dýrkeypt. Þegar þú notar símann undir stýri er margfalt líklegra að þú lendir í slysi. Ef þú skrifar skilaboð undir stýri líturðu af veginum í fimm sekúndur að meðaltali. Það þýðir að á 70 kílómetra hraða keyrir þú nær 100 metra blindandi. Á 90 kílómetra hraða keyrir þú 125 metra blindandi sem er lengra en heill fótboltavöllur! Það gefur augaleið að við þessar aðstæður ertu lengur að bremsa, viðbragðstíminn lengist um allt að helming og líkur á að þú lendir í umferðarslysi tuttugufaldast. Með því að sleppa því að nota síma undir stýri eykur þú öryggi þitt og annarra í umferðinni til muna og rétt er að minna á að ólöglegt er að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur ökutækja. Þegar rökkva tekur er enn fremur mikilvægt að vera á varðbergi og taka vel eftir. Börn á leið í skóla sjást oft illa í ljósaskiptunum og mikilvægt er að nota endurskinsmerki. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau og ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella. Hægt er að fá endurskinsmerki víða, meðal annars hjá Sjóvá og gæta þarf þess að hafa þau sýnileg. Leggjumst á eitt Við erum öll hluti af umferðinni og því er það sameiginlegt verkefni okkar að láta hana ganga upp þannig að allir skili sér heilir heim. Það gerist ekki öðruvísi en að allir axli ábyrgð, fari eftir umferðarreglum og sýni varkárni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Slysavarnir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið er smám saman að færast í fyrra horf frá því heimsfaraldur hóf göngu sína og umturnaði því skipulagi sem við eigum að venjast. Vissulega er þetta ekki búið en smám saman fækkar takmörkunum og má meðal annars merkja það á nýjustu umferðartölum. En aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum. Umferðarmet í september Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar var umferð á höfuðborgarsvæðinu í september 6% meiri en í fyrra, en umferð í september hefur aldrei mælst jafnmikil. Þetta er mesta umferð í einum mánuði fyrir utan að örlítið meiri umferð mældist í maí árið 2019. September 2021 er því næstmesti umferðarmánuður frá upphafi mælinga. Skemmst er þess að minnast þegar umferð dróst verulega saman árið 2020 í kjölfar sóttvarnaraðgerða en mælanleg áhrif sóttvarnaraðgerða komu fram í viku 12 árið 2020. Nú hefur umferðin aukist um 6,3% frá áramótum það sem af er ári miðað við sama tímabil á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar þarf að leita aftur til ársins 2017 til að finna meiri aukningu miðað við árstíma. Fleiri á ferðinni Óhjákvæmilegur fylgifiskur aukins umferðarálags er aukin hætta á árekstrum. Því fleiri sem eru á ferðinni því meiri líkur á samstuði. Því er eftir sem áður mikilvægt að vera vel vakandi í umferðinni og fara eftir umferðarreglum. Ein leið til að minnka líkur á árekstri er að gæta vel að hámarkshraða en fjölda slysa má rekja til hraðaksturs. Því hraðar sem bíll fer þeim mun lengri er hemlunarvegalengdin. Því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á alvarlegu slysi. Þegar ekið er of hratt eiga ökumenn erfiðara með að bregðast við á öruggan hátt ef eitthvað óvænt kemur upp á og líklegra er að ökumaður missi stjórn á ökutækinu. Hámarkshraði er mikilvægur Í mörgum íbúðarhverfum og í grennd við skóla gildir 30 km hámarkshraði. Þar er algengt að gangandi vegfarendur séu á ferð og oft börn sem ferðast hvað mest með virkum hætti, gangandi eða hjólandi. Mikill munur er á því að vera á 30 kílómetra eða 50 kílómetra hraða, svo dæmi sé tekið. Hemlunarvegalengd lengist umtalsvert en það er sú vegalengd sem ökutækið fer frá því byrjað er að hemla þar til ökutækið stöðvast. Hemlunarvegalengd ökutækja á 50 km hraða er um 14 metrar. Á undan líður viðbragðstími frá því ökumaður skynjar nauðsyn þess að hemla þar til hann stígur á bremsuna. Viðbragðstími bílstjóra er yfirleitt um það bil ein sekúnda en bíllinn getur engu að síður farið nokkra tugi metra á þeim tíma ef hraðinn er umtalsverður. Við getum því rétt ímyndað okkur atburðarásina ef barn hleypur skyndilega yfir gangbraut og bíl er ekið á yfir 50 km hraða á klukkustund. Hemlunarvegalengd er einkum háð ökuhraða og veggripi og því er einnig mikilvægt að vera vel búin á góðum dekkjum sem henta aðstæðum. Loftþrýstingur í dekkjum hefur einnig áhrif á stöðugleika og hemlunarvegalengd og hafa þarf í huga að ökutæki hreyfast á mismunandi hátt eftir því hversu stór og þung þau eru. Athygli við aksturinn Auk þess að vera vel búin og virða umferðarreglur er nauðsynlegt að hafa fulla athygli við aksturinn. Umferðin er samspil margra hluta, síbreytileg og kvik. Því getur augnabliks athugunarleysi reynst dýrkeypt. Þegar þú notar símann undir stýri er margfalt líklegra að þú lendir í slysi. Ef þú skrifar skilaboð undir stýri líturðu af veginum í fimm sekúndur að meðaltali. Það þýðir að á 70 kílómetra hraða keyrir þú nær 100 metra blindandi. Á 90 kílómetra hraða keyrir þú 125 metra blindandi sem er lengra en heill fótboltavöllur! Það gefur augaleið að við þessar aðstæður ertu lengur að bremsa, viðbragðstíminn lengist um allt að helming og líkur á að þú lendir í umferðarslysi tuttugufaldast. Með því að sleppa því að nota síma undir stýri eykur þú öryggi þitt og annarra í umferðinni til muna og rétt er að minna á að ólöglegt er að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur ökutækja. Þegar rökkva tekur er enn fremur mikilvægt að vera á varðbergi og taka vel eftir. Börn á leið í skóla sjást oft illa í ljósaskiptunum og mikilvægt er að nota endurskinsmerki. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau og ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella. Hægt er að fá endurskinsmerki víða, meðal annars hjá Sjóvá og gæta þarf þess að hafa þau sýnileg. Leggjumst á eitt Við erum öll hluti af umferðinni og því er það sameiginlegt verkefni okkar að láta hana ganga upp þannig að allir skili sér heilir heim. Það gerist ekki öðruvísi en að allir axli ábyrgð, fari eftir umferðarreglum og sýni varkárni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar