Körfubolti

Körfuboltakvöld um hinn síunga Richard­son: Svo góður mótor í honum miðað við hann er orðinn gamall

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Everege Lee Richardson í leik með ÍR en hann leikur nú með Breiðabliki.
Everege Lee Richardson í leik með ÍR en hann leikur nú með Breiðabliki. Vísir/Bára Dröfn

Farið var yfir aðrar hliðar á hinum Everage Lee Richardson en oft áður í síðasta þætti Körfuboltakvölds, að þessu sinni voru það sendingarnar hans og hvað hann sér völlinn vel.

Hann skilaði 10 stoðsendingum í hús er Breiðablik lagði ÍR 107-92 á dögunum. Ekki nóg með það heldur skoraði hann einnig 18 stig.

„Almennt yfir leikinn var hann að lesa leikinn rosalega vel og var að fæða sína meðspilara ansi vel,“ sagði Matthías Orri Sigurðarsson, einn af sérfræðingum þáttarins.

Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Richardson og Prescott

„Það er oft auðveldara að dekka svona „skorara“ ef þeir eru bara að hugsa að skora en um leið og þú færð þessa ógn líka verður töluvert erfiðara að dekka hann, og það er það nú þegar,“ bætti Matthías Orri við.

„Þegar hann hitnar er hann sjóðandi. Svo er hann með þennan pakka, hann er með gott auga fyrir sendingum og getur stolið boltum. Svo góður mótor í honum miðað við hann er orðinn gamall, hann er alltaf að,“ sagði Teitur Örlygsson um Richardson áður en umræðan færðist að Samuel Prescott Junior.

Öðruvísi Kani

„Maður tekur ekki mikið eftir honum en einhvern veginn setur hann alltaf upp fínar tölur og er líklega besti varnarmaður liðsins líka. Það er mjög mikilvægt fyrir Blikana að hann nái að líma þessu litlu atriði saman því þeir eru með nóg af leikmönnum sem geta skorað,“ sagði Matthías Orri um Prescott.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×