Sport

Bayern Munchen slátraði Leverkusen á útivelli

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Lewandowski skoraði tvö
Lewandowski skoraði tvö EPA-EFE/SASCHA STEINBACH

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen áttu ekki í neinum erfiðleikum með Leverkusen á útivelli í dag. Robert Lewandowski setti tvö mörk í auðveldum 1-5 sigri.

Bayern Munchen gat tyllt sér á topp deildarinnar og komist upp fyrir Dortmund. Það tók heldur ekki langan tíma að komast yfir. Strax á fjórðu mínútu fengu Bayern aukaspyrnu. Leroy Sane sendi boltann á fjærstöngina þar sem Dayot Upamecano var einn og óvaldaður. Upamecano smellti boltanum fyrir í fyrstu snertingu og auðvitað var Robert Lewandowski mættur til þess að klára. Setti boltann með hælnum í fjærhornið. Frábært mark og partýið byrjað.

Lewandowski var svo aftur á ferðinni á 30. mínútu þegar hann rak smiðshöggið á frábæra sókn. Stoðsendingin skrifast á Alfonso Davies, en í raun var allt liðið á bak við þetta mark.

Bayern gerðu svo út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörkum til viðbótar. Thomas Muller skoraði á 34. mínútu eftir hornspyrnu. Gnabry skoraði á einni mínútu síðar eftir sendingu frá Muller og svo skoraði Gnabry aftur á 37. mínútu. Alger niðurlæging.

Patrick Schick lagaði stöðuna aðeins í síðari hálfleik fyrir Leverkusen með marki á 55. mínútu en þar við sat. 1-5 sigur Bayern staðreynd og liðið á toppnum með 19 eftir átta umferðir. Leverkusen er í þriðja sætinu með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×